Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 59
Hún
hjá fiðrildunum, þegar sólin var ekki enn orðin svona fjarlæg. Að vera til,
'hafa vængi. Fljúga hátt yfir víðátturnar, þessar bláu og rauðu. Grænu öldu-
róti. Blaka vængjunum, hefja sig yfir slétturnar, þessar óumbreytanlegu.
Köflótti kjóllinn fjarlægist spegilinn. Einnig 'hendumar. Augu bak við
huliðshjúp horfa óralangt gegnum sjónvarpið, gegnum veggina. Inn í myrk-
an skóginn, þar sem rándýrin læðast, þarna bærist laufið og svartur köttur
með gular glyrnur hlykkjast eftir jörðinni. Kattaraugu sem skjóta gneistum.
Á veiðum eða í ævintýraleit. Það er þó til einskis. Ævintýrin eru handan
frumskógarins, sjávarins og strandanna ldettóttu. Langt 'handan við tímann.
Eða — bak við augnalokin meðan rándýrið sefur.
Köflótti kjóllinn hvílist á herðatré og skómir eru þagnaðir.
Á mjórri grein á kyrkingslegu tré úti í garðinum situr ungur þröstur.
Hann syngur ekki. Er ástæða til söngs? Það er komið fram yíir jarðarfarar-
tíma.
Sjónvarpið skín og ljómar eins og altaristafla á sviðinu. Góða stund drottn-
ar það og ýsuaugun eru full lotningar. Hversvegna á hún svo erfitt með að
samlaðast augunum, orðunum, lotningunni? Ef til vill eiga gluggamir
stærstu sökina. Og huliðshjúpurinn yfir augunum. Það tjáir ekki að fást
um það.
Hún leggst á hvítt lín, lítur snöggvast á köflótta kjólinn, sem hangir lot-
legur og nakinn á herðatrénu. Síðan umlykur myrkrið hana, þögult og gljá-
andi. Mjög þögult.
Stjömur og maurildi dansa í myrkrinu eftir þungu hljómfalli þagnarinnar.
Á bak við læðist geigurinn á flókaskóm engu fótataki. Er þama og bíður,
einhvem ætlar hann að hremma í nótt.
Hún hniprar sig í heitu, hvítu líninu, hlustar á þögnina, sem æpir og
öskrar: Það er læst, læst. Þér tekst aldrei að opna. Gólfmotta skaltu verða.
Af jörð komstu, af mold komstu, til þess að láta traðka á þér, mergsjúga
þig. Auk þess em heimilistæki og þú vildir það sjálf. Til þess hefurðu hend-
umar, fætuma, andlitið skiptir ekki máli. Og svo ertu að hugsa um ballet,
hlægileg ertu. Það er hlægilegt að hreyfa líkamann eftir tónlist, tilgangslaust
og hlægilegt.
Þetta er satt, hugsar hún í myrkrinu og hún fær ofbirtu í augun af gljá-
anum, dansi maurildanna og stj örnuhröpunum. Öll þessi stjömuhröp. Guði
sé lof fyrir stjömuhröpin. Á hvað ætti maður annars að trúa?
Konuna dreymir bak við augun, sem loksins eru lögzt til hvíldar. Hana
dreymir beinahrúgu. Fleygir beinunum í pott og spyr út í tómið: Hversu
4tmm
49