Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 75
Er nokkurt vit aS ganga aftur?
nefndi Þorleifur téðd bók). Þorleifur þekkti ágætlega manninn sem átti að
hafa „logið, skrökvað, spunnið upp“ söguna. Sá maður var sannsögull í
hvívetna og ritaði aldrei sögur (Þorleifur vissi ekki aðeins hvað hann hét,
heldur hvaðeina um hann). Umrædda sögu 'hafði enginn hugsað upp, hún
var sönn! Þorleifi var þetta manna kunnugast, því að hann hafði sjálfur
fært hana í letur ...
Mjög var tekið að birta, dagur fór í hönd. Rödd Þorleifs varð vart greind
og útlínur hans tóku að blikna. Eftir að hann var alveg horfinn, sat höfundur
lengi við gluggann og hugleiddi það, sem hann hafði heyrt. Einmitt þennan
morgun datt höfundi í hug að skrifa bók um hugmyndaheim íslendingasagn-
anna. Hann ákvað líka þá að ljúka þessari bók með lýsingu á því, sem fyrir
hann bar þennan miorgun við gluggann á hótelherberginu á Sögu.
Það var eyðilegt á hringtorginu fyrir framan gistihúsið. Reykjavík lá enn
í svefni. Skáhallir geislar rísandi sólar lýstu upp hvíta húsveggina og rauð
og græn þökin. Hann var hvass á vestan. Glöggt mátti sjá öldumar brotna
á tanganum vestan við borgina. Svört ský svifu á norðvesturhimninum. En
í norðri, handan fjarðarins, voru fjöllin skjannahvít. Það hafði snjóað um
nóttina.
Maður getur ímyndað sér, hvað Þorleifur hefði fyllzt mikilli meðaumkun
með nútímamönnum, ef hann hefði heyrt eða lesið slík sögulok. Ljóðræn
náttúrulýsing, og það í lok bókar, sem vill vera sannferðug, hefði honum
að sjálfsögðu virzt gjörsamlega óeðlileg og gjörsneydd allri skynsemi. Hvað
koma sólskinið og húsþökin, hafrót og nýfallinn snjór málinu við, myndi
hann spyrja. Þorleifur myndi sjálfur ljúka sögunni, þar sem henni lýkur.
Kannske mundi hann til frekari áréttingar bæta við: „Og lýkur hér sögunni.“
Greimn hér aff framan er eins konar eftirmáli nýrrar bókar sem höfundur hefur samiff
um hngmynda.he.im íslendingasagna. Bókin er samdn á rússnesku og kermir væntanlega
út á þessu ári. Þýðinguna gerffi Helgi Haraldsson í samráffi viff höfund.
5 TUU
65