Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar ætlað að taka mið af eða höfða til er að sjálfsögðu mjög erfitt að gagnrýna þær beint, í tillögunum er hvergi að finna skýra eða afdráttarlausa afstöðu sem hægt væri að taka til athugunar eins og hún er fram sett. Það virðist því eina ráðið að draga saman það sem virðist vera meginþættir tillagn- anna og eiga þá á hættu hvorttveggja í senn að draga saman röng atriði og að ætla tillögusmiðunum hugmyndir, sem þeir hafna, eða sem þeim höfðu aldrei til hugar komið. Með fullri vitund um þessa áhættu, skulu nú dregnir fram fjórir meginþættir tillagnanna: 1) Hið opinbera eitt skal hafa á hendi alla fræðslu á framhaldsskóla- stigi. 2) Oll raunveruleg völd á skipan náms á þessu skólastigi skulu vera í hendi menntamálaráðuneytisins, þó það geti framselt stjórnunarvald með nákvæmum reglugerðum. 3) Þessari fræðslu skal lykta með aðgöngurétti að háskóla eða einskonar leyfisveitingu til einhvers starfs. 4) Allt nám á þessu skólastigi skal sundurgreint og niðurbútað í jafn stórar einingar, sem síðan skal raðað saman í skýrt mótaðar námsbrautir. Það er að vísu ljóst að jafnvel í svo grófum drögum að meiri háttar löggjöf sem hér eru til umræðu hljóta að felast miklu fleiri hugmyndir en hér hafa verið taldar. Þó virðast þessi atriði nægja til að skorða nær allt sem hér skiptir máli á þann hátt sem nefndin leggur til að gert verði. Þessar fjórar staðhæfingar eru eins konar frumhæfingar nefndarálitsins alls. Af þessum sökum hefði verið gott að þessar staðhæfingar hefðu verið lagðar fram til umræðu og ákvörðunar áður en lagt var í nákvæma útfærslu þeirra í tæknilegustu smáatriðum. Bezt væri að vísu að með frumhæfing- unum fylgdu nokkur drög að nánari útfærslu þeim til skýringar, en það breytir ekki því að það eru fyrst og fremst frumhæfingarnar sem taka verður tillit og afstöðu til. Þær eru þess eðlis að til þeirra verður endanlega að taka pólitíska afstöðu þótt setja megi fram ýmis skynsamleg rök með þeim og móti, reyndar einkum á móti, og skal nú drepið á nokkur þeirra. Gegn 1) má færa samskonar rök og venjulega eru færð fyrir akademisku frelsi eða gegn hvers kyns einokun. Samræming er alltaf á kostnað fjöl- breytni. Einokun kann að gera kleift að afstýra minni háttar mistökum. Styrkri einokunarstjórn verða aðeins á mikil og afar kostnaðarsöm mistök. En auk þessara annmarka einokunar, sem lúta beint að hagkvæmni hennar, eru aðrir sem lúta að högum þeirra sem við einokunina búa, og þar tengjast 1) og 2). Samræmd einokun getur þá og því aðeins verið styrk og hag- 390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.