Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 95
Haukaklif skipta arfi, þá höfðu þeir mæling á gullinu, er þeir skiptu, at hverr skyldi taka munnfylli sína ok allir jafnmargar... En þat höfum vér orðtak nú með oss at kalla gullit munntal þessa jötna, en vér felum í rúnum eða í skáldskap svá, at vér köllum þat mál eða orð eða tal þessa jötna.“ Þegar kona er kennd til handar, er þess að minnast, að hönd heitir einnig mund, svo að handar Hlín merkir um leið mundar Hlín; en mundar er líka eignarfall af karlkynsorðinu mundur, sem merkir fé; og þegar kona er nefnd gyðju heiti og kennd til fjár, er kvenkenning rétt mynduð. Að líkindum hefur því verið of lítill gaumur gefinn, hve mikið af hin- um eiginlegu kenningum fornskáldanna var til komið fyrir „orðaleiki“ af þessu tagi. Og hvers er fremur að vænta um þá íþrótt, sem öðrum fremur var leikur að orðum? Hvernig stendur til dæmis á hermanns-kenningum eins og sverðs álmur eða vopna hlynur? Skyldu ekki allar slíkar kenningar eiga rót sína að rekja til þess, að sá sem „reynir vopnin“, þ. e. setur vopnin „í raun“, skal nefndur vopna reynir. Það getur varla talizt kenning. En þegar orðaleikur spretmr upp af því, að reynir er einnig heiti á viðartegund, svo að orðið vi'ður er sett í þess stað og síðan önnur viðarheiti, þá fyrst verður um eiginlega kenningu að ræða. Og hvernig stendur á kvenkenningum eins og gulls fold eða auðs brekka (storð, grund o. s. frv)? Ætli þær séu ekki allar af því sprottnar, að kona var nefnd gyðjuheiti og kennd til skarts eða gulls? En ein af ásynjum var Jörð (móðir Þórs), og þótti þá mega við hafa þann orðaleik að setja í staðinn fold, storð, brekka og hvaðeina sem talizt gat merkja jörð. Konur báru fram drykkjarföng í mannfagnaði, og því var kona kölluð selja öls (drykkjar, veigar o. s. frv.), sem ekki gat heitið kenning; það merkti einungis: sú sem selur fram drykkinn. En selja var einnig viðarheiti (salix; sbr. selju gandr hjá Agli), og því var sett í þess stað eik, björk, lind, eða hvaða kvenkennt viðarheiti sem var, í hinum eiginlegu kvenkenningum af þeirri tegund. Svo mætti lengur telja. En hvað sem sagt verður um uppruna kenninga almennt, má ætla, að hin „ranga“ kvenkenning handar Hlín sé fyrir orðaleik komin í stað hinn- ar „réttu“ kenningar mundar Hlín, sem merkir, eins og vera ber, gulls Hlín. Er þá einungis ofljóst kveðið og „viilan“ þar með úr sögunni. 397
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.