Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 112
Tímarit Máls og menningar í lagi um íslenzka höfunda og frum- samin verk þeirra og í öðru lagi þýð- ingar úr erlendum málum. Vísa eg um það efni til rits hans (sbr. bls. 123— 148). Orfá orð um afstöðu milli námsein- kunna og bókavals. Þegar aldursflokk- um er skipt út frá miðtölu á einkunna- stiganum kemur í ljós, að börn há- einkunnahópanna velja aðrar bækur til tómstundalesturs en börn úr hópum, sem fylla lægri hluta einkunnastigans. „Smekk barna á lægra einkunnabilinu svipar til yngri barna á hærra einkunna- bilinu; og smekk yngri barna á hærra einkunnabilinu svipar til eldri barna á lægra einkunnabilinu. Gróft metið svar- ar munur á smekk, þegar skipt er eftir miðjum einkunnastiganum, til eins árs aldursmunar. Munur einkunnahópanna borinn saman við aldur, er svipaður í bókavali og vali útvarps- og dagblaða- efnis" (bls. 148. Sbr. einnig töflur XI, 4, 5, 6, 10, 11 og 13, bls. 353—67). Til samræmis við þessar niðurstöður má nefna, að börn lesa yfirleitt því fleiri kvæði og kröfuharðari skáldsögur að eigin frumkvæði því hærri námseinkunn sem þau hljóta. Um frjálsan ljóðalestur var spurt, hve mörg kvæði nemandinn hafi lesið að eigin frumkvæði síðastliðinn hálfan mánuð, og í öðru lagi hvaða kvæði honum þætti allra bezt. En hér trufla hann ýmis atriði. Hann á örðugt með að muna, hvort hann las tiltekið kvæði einmitt þessar síðustu tvær vikur; inn í kvæðaminningar hans blandast skóla- ljóðin og sálmar, sem hann lærir undir ferming eða af trúræknum foreldrum. Val bezta kvæðis verður honum líka erfitt. Höfundur telur, að yfirleitt iðki 10—14 ára börn frjálsan ljóðalestur lít- ið, enda skorti þau þroska til þess. Hjá 15 ára börnum sjáist nokkur breyting í jákvæða átt, en við þetta aldursmark lýkur rannsókninni, svo að ekki verður fyllilega úr þessu skorið. Könnunin nær einnig til blaðalesturs, kvikmynda, leikrita, hljóðvarps og sjón- varps og nokkurra fleiri þátta í við- leitni barna og unglinga til að njóta skemmtiefnis og auka þekking sína. Fyllir sú könnun síðari helming bind- isins. Dr. Símon gerir sér ljóst, að óvissuatriðin í þessum þáttum eru mörg, en hann vinnur úr niðurstöðum sínum af sinni alkunnu hlutlægni og dregur ályktanir sínar með viðeigandi gát. Þannig veita einnig þessir þættir könn- unarinnar veigamiklar upplýsingar um áður ókunn atriði. Rétt er að vekja athygli á XI. kafla: Tölfrieðileg könnun, eftir dr. Guðmund Guðmundsson dósent. Þar eru umreikn- aðar í heildstæðar yfirlitstöflur dreifðar niðurstöður um einstaka aldursflokka, kyn og rannsóknarþætti. I Ijósum inn- gangi að kafla sínum skýrir dr. Guð- mundur aðferð sína, svo að töflur hans ættu að vera auðskildar, einnig þeim, sem eru lítt vanir tölfræðilegri fram- setningu. Minni flestra manna á tölur er fremur takmarkað og því auðvelda yfirlitstöflur dr. Guðmundar margvís- legan samanburð innan rannsóknarhóps- ins alls í hverjum þætti könnunarinnar. Lokaspjall ritsins er að hluta heildar- ályktun, sem höfundur dregur af fram- angreindri rannsókn sinni. Hún vex þó smám saman upp í almenna hugleiðing um þroskavænlegt lestrarefni fyrir börn og unglinga. Hann varar við þröngsýni, hún geri barnabækur einhæfar og leið- inlegar, eins og innantóm grunnfærni stuðli fremur að andlegri stöðnun en þróun. Barn þurfi að eiga kost góðra bóka, sem hrífi það, veiti því ánægju 414
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.