Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 118
Tímarit Máls og menningar ekki fyrr en á þessari öld, sem leir- munagerð í sinni fornu mynd víkur fyr- ir verksmiðjuunnum munum á þessu svæði eins og fleiri handiðnir. Hin æva- forna listiðn vék fyrir magnframleiðslu leirmuna og annarra efna sem nú var tekið að nota í stað leirs. Þessi saga gerðist í þorpinu Vallauris, skammt frá Cannes og tvo kílómetra frá ströndinni. Ibúarnir höfðu stundað leirkeragerð um aldir, en eftir síðustu heimsstyrjöld seldist vara þeirra ekki lengur, verk- smiðjuframleiðslan var komin á mark- aðinn, og þótt íbúarnir reyndu að vinna markað fyrir leirvasa og öskubakka skreytta í einhverskonar Provence-stíl, þá varð það árangurslaust. Svo gerðist það 21. júlí 1946 að Picasso, sem dvaldi þá x Golfe Juan þar skammt frá, datt í hug að skoða sýningu, sem haldin var í Vallauris á leirmunum staðarins. Hann skoðaði sýninguna og talaði við staðarfólk, athugaði verkstæðin, og þar á staðnum „varð hann altekinn þörfinni fyrir að uppgötva og skynja leyndar- dóma jarðar og elds“, eins og Ramié lýsir þessari fyrstu komu Picassos til leirkerasmiðanna í Vallauris í bók sinni um Picasso og keramíkina.1 Fyrir tíma Caravaggios höfðu málar- ar fengizt við fleiri listgreinar en mál- aralist, en með honum og hans skóla hefst nýr þátmr í málaralist, tjáning ljóssins, það er erfitt að hugsa sér Rem- brandt eða La Tour sem myndhöggvara eða leirkerasmiði. Það var ekki fyrr en á 19. öld að einstaka málari tók að sinna leirmótun og höggmyndum, t. d. Daumier, leirmyndir eru til eftir Gau- 1 Picasso’s Ceramics. Georges Ramié. Translated from the French by Ken- neth Lyons. Secker & Warburg 1975. guin, Renoir og Degas. Hinir eiginlegu impressionistar svo sem Monet, Pissarro og Sisley mómðu ekki í leir. Leikur ljóssins var þeim nóg viðfangsefni. Þetta breytist svo með fauvismanum og kúbistum. Matisse gerði leirmyndir, einnig Braque og Derain. í fyrstu lotu mótaði Picasso þrjá leir- muni, sem enn eru sýndir í Vallauris, þeir voru síðar steyptir í bronz. Næsta ár var Picasso aftur kominn til þorps- ins með pappakassa fullan af uppdrátt- um og hugmyndum til leirmunagerðar og nú hófst hann handa á verkstæði Ramiés, þar sem hafði verið unnið að leirkeragerð í hundruð ára og loftið var mettað andrúmslofti aldanna og iðju- samra forvera í þessari ævafornu list. Ramié segir að hann hafi drukkið í sig erfðavenjur hinna fornu leirkerasmiða, hann kynntist staðarbúum og milli þeirra og hans óx innileg vinátta og gagnkvæm virðing. Picasso kvartaði oft undan því, að olíulitir fölnuðu með aldrinum, en í keramík haldast litirnir óbreyttir eftir brennslu. Og honum tókst að samtvinna málverk og myndmótun, eins og hann hafði lengi stefnt að. Picasso einbeitti sér að keramík frá 1946 til 1953 auk þess sem hann mál- aði og vann grafík o. fl. Hann var í fullu fjöri til endadægurs 8. apríl 1973 og þá var fyrir nokkru hafin vinna við þessa bók. Ramié var ráðinn til þess að semja bókina, hann þekkti Picasso manna bezt og fylgdist með starfi hans í Vallauris frá degi til dags. Alls eru hér birtar 340 litmyndir af keramík Picassos og 419 myndir í svart-hvítu. Bók þessi er listaverk í sjálfu sér, allur frágangur eins og bezt verður á kosið. Texti Ramiés er lifandi og angar af að- dáun á Picasso. Siglaugur Brynleifsson. 420
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.