Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 70
í
'Tímarit Máls og menningar
börnin karpa innbyrðis. Sögumaður veit ekki hvers vegna, en hann „fann
hatrið ólga til Kristjáns, pabba og mömmu". (46) Þetta er dæmi um fólk
sem þekkir ekki óvini sína, arðræningjana, en „geltir“ þess í stað „að
bræðraskuggum“.
Sagan Farísearnir greinir frá tvennum hjónum og viðhorfi þeirra til ame-
ríska hernámsliðsins. Onnur hjónin selja því sand af lóð sinni. Hin hjónin,
Páll og kona hans, bölsótast hins vegar út í þau, kalla þau „farísea“ og
gróða þeirra „blóðpeninga“. Þau banna syni sínum að þiggja nokkuð af
hermönnunum. Móðirin reynir að útskýra fyrir drengnum í hverju hernám
felst:
Nú það er þegar góðir menn mata þig (...) og þú étur hvort sem þér er
Ijúft eða leitt þeirra mat. Annars skjóta þeir. Og að lokum geturðu ekki
skitið hjálparlaust. Það er svo sem ekkert dónalíf. (112)
Þó móðirin skilji þannig eðli hernámsins og áhrif þess á fólkið í landinu,
er hún (og faðirinn einnig) aðeins á móti því í orði en ekki á borði. Græðgi
þeirra og tvöfalt siðgæði koma fram í því að hirða laumulega peninga
þá sem sonurinn hefur að þeirra mati „sníkt“ hjá Kananum.
Rakstur er lengsta og viðamesta „fjölskyldusagan“. Þar koma m. a. vel í
ljós orsakir peningagræðginnar sem setur svo mjög svip á fólkið sem þar
er lýst. Sagan greinir frá heimsókn afkomenda, þ. e. barna ásamt mökum
og barnabörnum til afa og ömmu í sveitinni. Þótt yfirskin heimsóknar-
innar sé að færa gömlu hjónunum steiktar bollur og Lorelíkremkex og
láta börnin njóta „heilbrigðrar sveitasælu“, er tilgangurinn annar. Afkom-
endunum er mikið í mun, að gömlu hjónin bregði búi sem fyrst, svo þau
geti selt Kananum landið undir sel- og fuglaveiðar, því „enginn vill taka
við óvéltæku búi nema kannski varnarliðið“. (95)
Systurnar, mágarnir og barnabörnin einkennast af ruglingi, hraða og
stefnuleysi. Ræturnar að þessu öllu má rekja til hernáms, stríðsgróða og
þeirrar fjárgræðgi sem hann hafði í för með sér. Þetta kemur vel fram
hjá konu Páls, eina sonar gömlu hjónanna:
... ég slægi ógjarnan hendi móti aukaaðstoð, úr því stríðspeningarnir sluppu
nokkurn veginn fram hjá þessu heimili. En takist honum (Mumma) að leigja
þeim allar heiðarnar, þá gerir guð hreint kraftaverk og kaninn... (99)
(Innskot mitt.)
Mummi er einn máganna, forsjá fjölskyldunnar, sagður innsti koppur í
búri Kananna „sem þeir míga í“. Hann ætlar t. d. að koma strákpattanum,
288