Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 115
Svara námseinkunnir til greindarvísi-
tölu?
Það væri f jarri lagi að reyna að endur-
taka svör þeirra í fáum orðum; til þess
þyrfti lengra mál en rúm leyfir. Ég
minnist aðeins á fáein atriði. Þeir taka
meðaleinkunnir frá barna- og unglinga-
prófi til viðmiðunar, þannig að dreifing
nemenda úr hverri stétt á einkunnastig-
ann (0—10) kemur greinilega fram. Ég
tek sem dæmi tvo stéttarhópa úr hvoru
prófi um sig. Tæmandi greining er að
finna í töflu 44, bls. 114.
Hér eru að vísu teknir sem dæmi
tveir hópar, sem sýna skýrast mismun-
inn í námsárangri barna úr ólíkum stétt-
um, þótt hann komi einnig fram í mild-
ara formi eins og tafla 44 í heild sýnir.
Af henni m. a. draga bókarhöfundar þá
ályktun, að barnaskólinn sé áhrifalítið
viðnámsafl gegn stéttamyndun innan
skólans. I efri bekkjum stuðli hann bein-
línis að henni. Ennþá skýrar komi þó
fram aðgreining barnanna í samræmi við
stétt feðranna, þegar kannað sé, hvernig
þau dreifist á einkunnastigann á ungl-
Umsagnir um btekur
ingaprófi. Þar hækki meðaleinkunn
reglulega frá 1. stéttarhópi til hins 6.,
nema 5. hópur skeri sig úr og fylgi
lægstu stéttunum. Þess vegna beri að
spyrja, hvaða hlut skólinn eigi í stétta-
mynduninni. „Endurspeglar hann aðeins
þekkingarmuninn, sem ríkir frá byrjun
milli stéttanna og kemur skýrar í Ijós
eftir því sem lengra dregur fram á náms-
brautina, eða tekur skólinn þátt í stétta-
mismunun í þeim skilningi, að hann
herði smám saman á stéttarhöftunum
sem virkur milliliður fyrir vaxandi mis-
rétti í samfélaginu?" (bls. 114—15).
Gruninn, sem þessar spurningar
vekja, telja bókarhöfundar sig fá stað-
festan með samanburði á raunsannri
dreifingu nemenda á einkunnastigann
við hlutfallsdreifing (expected value)
skv. hlutdeild stéttanna í þjóðfélags-
heildinni (sbr. töflu 45). „Nemendur
úr lægri stétt hljóta bæði beinlínis og
að tiltölu ,lágar‘ einkunnir, en nemend-
ur úr hærri stétt fá aftur á móti ,háar‘
einkunnir, beinlínis og þó einkum og sér
í lagi hlutfallslega.“ A þessari ályktun
Dreifing nemenda á einkunnastigann %
Einkunn 0—4.9 1 5—5.9|6—6.9 7—7.9]8—8.9 9—10
Barnapróf Alls Fjöldi
Stétt föður 1 2.9 9.0 18.7 29.9 32.7 6.8 100 278
» » 6 0.0 5.1 1.3 13.9 48.1 31.6 100 79
Unglingapróf Alls Fjöldi
Stétt föður 1 16.0 23.5 25.9 25.1 8.8 0.8 100 251
» » 6 1.4 5.7 12.9 25.7 42.9 11.4 100 70
333