Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 117
sjálfir leiðrétt á hjálögðum miða. Nafn Anastasi’s virðist hafa brenglazt í Anasti (bls. 95). Víðast hvar má lesa í málið, t. d. lítilvæga talnaskekkju í 2. og 3. dálki 51. töflu. Á bls. 124—25 hefði prentviiluárinn þurft strangara aðhalds. I lokasetningu 4. mgr. bls. 125 virðist eitthvað hafa brenglazt fram yfir það, að lesið verði í málið. Við uppsetning á töflu 55, bls. 124, hafa orðið mistök, sem fáir lesendur bókarinnar munu sjá, enda draga höfundar sjálfir ályktanir af tölunum án þess að taka eftir hinni meinlegu skekkju, svo að taflan í þessu formi styður skoðun andstæða þeirri, sem hún í réttu formi á að skýra og staðfesta. Eg skal skýra þetta nánar. Vitnað er í bók mína, Mannleg greind, bls. 220, töflu XII, þar sem námseink- unnir barna og unglinga eru bornar saman við greindarvísitölu með svipuð- um hætti og höfundar umræddrar bók- ar gera. Þeir taka töfluna upp í heild og halda röð kynjanna óbreyttri í heiti hennar. En í afritun töflunnar ruglast hún: drengjum eru eignaðar einkunna- tölur stúlkna og stúlkum einkunnir drengja. Slík umskipti eru höfð á ein- kunnatölum úr þeim þremur prófum, sem taflan sýnir: barnaprófi, unglinga- prófi og landsprófi, en aðeins tvö hin fyrstu — rétt upp tekin — væru hæf til samanburðar við námseinkunnir rann- sóknarbarna Sigurjóns. í minni bók eru þau skilmerkilega auðkennd. Það skiptir mig engu, hvernig slík mistök gám gerzt, og vitanlega var frjálst að breyta röð kynjanna, ef fullrar samkvæmni var gætt. En eins og til hefir tekizt, er niður- staðan mjög slæm fyrir mig. Eg er nefndur heimildarmaður að rugluðum raunvísindalegum niðurstöðum. Setning bókarhöfunda, „... at the same time, Umsagnir um bcekur however, for the two graduation points within the elementary school, girls score systematically higher GPA’s at each given IQ range than boys do,“ á sér enga stoð í niðurstöðum rannsókna minna. Svo langt sem þær ná, benda þær eindregið í gagnstæða átt. Þessar athugasemdir mega ekki skyggja á þá vandvirkni og nákvæmni, sem einkennir ritið í heild; það verð- skuldar fyllsm viðurkenning, ekki sízr ef þeirra aðstæðna er gætt, að annar höf- undurinn var bundinn við embætti sitr í Reykjavík, hinn í Berlín. I tveimur síðustu (8. og 9.) köflum ritsins víkja höfundar aftur að upphaf- legu ætlunarverki rannsóknarinnar. „Til- gangurinn var einkum sá að einangra í reynsluskyni ákveðin uppeldisform, sem væru líkleg til að stuðla að geðrænum truflunum hjá börnum. Vér minnumst þess að úrtaksrannsókn á slíkum trufl- unum var aðalmarkmiðið" (bls. 131). Fram að þessu hefir rannsóknin þó fremur beinzt að þeim þáttum, sem skoða má sem forsendur að meginálykt- un um geðrænt ástand íslenzkra skóla- barna. Til viðbótar komu svo persónu- legar upplýsingar um barnið og heimili þess, fengnar með skipulegum viðtölum félagsráðgjafa við móður hvers barns. Þau átm að leiða í ljós hið sálræna við- horf, sem teljast mætti ráðandi í upp- eldi barnsins og afdrifaríkt fyrir geð- heilsu þess. Sem dæmi um slík viðhorf má nefna andstæðurnar ástúð — kald- lyndi, strangleik — mildi, umhyggju — afskiptaleysi. Niðurstöður geðgrein- ingarprófs Rorschachs munu einnig hafa verið teknar til samanburðar og geðheilsa barnsins síðan rannsökuð og metin skv. öllum fengnum upplýsing- um: ágæt — viðunandi — léleg. Um 335
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.