Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 9
Ádrepur Halldór lifir sitt eina hugmyndalega blómaskeiS á árunum eftir kaþólskuna og áðuren hann frelsast á þetta sem hann kallar nú marxisma. Alþýðubókin ber af öllum ritgerðasöfnum hans, ekki af því þar sé farið með merkilegra mál en í sumum hinna, heldur vegna þess að þar er hann í senn leitandi, gagnrýn- inn og sannfærður um að hann þurfi ekki að biðjast afsökunar á sjálfum sér. Á árunum um og uppúr 1930, þegar Halldór tekur að samsama sig „mórölsk- um marxisma", eru valdhafar í Sovétríkjunum fyrir þó-nokkru búnir að þagga niður í öllum þeim sem ekki hlýddu og voru góðir, sjálfstæð pólitísk hugsun, jafnvel grunur um að menn lumuðu á henni, varð dauðasök skömmu seinna. Lenínisminn, í sinni bestu mynd nokkuð hressileg útþynning á Marx, hafði nú verið sviptur sínu lífræna inntaki og dubbaður upp í ríkiskreddu sem sovéska skrifræðið beitti fyrir sig eftir þörfum og tróð beint og óbeint uppá flokka Þriðja alþjóðasambandsins (Kominterns), þarámeðal Kommúnistaflokk íslands. Þetta kallast nú stalínismi og á svona álíka mikið skylt við Karl Marx og skel- fiskur við skötu. Halldór tvítekur það í viðtalinu að hann hafi aldrei gengið í Kommúnista- flokkinn og virðist líta á það sem nokkra sönnun fyrir pólitísku sjálfstæði sínu á þessum tíma. Nú fer pólitísk hugsun fólks ekki endilega eftir flokksskírtein- um eða þá skorti á þeim. En trúlega er flokksleysið samt einhver skýring á því hversu slakur stalínisti Halldór var í fyrstu, eða út hið svokallaða þriðja tímabil Kominterns (1928—35). Hann meðtekur „fagnaðarerindið" með sem- ingi og er langt frá því að vera gagnhrifinn. í ferðabókinni „í austurvegi" (1933) liggur við að hann biðjist afsökunar á að sannfæringin skuli ekki ná inní merg og bein. Það er ekki fyrr en með þjóðfylkingunni svonefndu að stalínisminn eignast í Halldóri Laxness sinn ötulasta talsmann hér á landi. Þá afsalar hann sér því sem hann átti eftir af sjálfstæðri pólitískri hugsun og samsamar sig síbreytilegum boðskapnum að austan af trúarlegri ákefð. Siðfræðin er æði langt frá því að geta kallast „móralskur marxismi", nær væri að segja hana ættaða úr rannsóknarréttinum spánska; til að mynda er „Gerska æfintýrið" (1938) þesskyns bók að engan þarf að undra að höfundurinn skyldi ranka við sér rúm- um aldarfjórðungi síðar og taka að kenna sig við mannúðarstefnu. Árum sam- an er síðan ekki framin sú óhæfa af valdhöfum í Sovétríkjunum sem á annað borð verður heyrinkunn og vekur einhverja athygli, að Halldór Laxness sé ekki fyrst- ur manna til að verja sína leiðtoga með miklum stílbrögðum en hugsun sem verður æ snjáðari eftir því sem tíminn líður. í viðtalinu lætur Halldór að því liggja að hann hafi verið öllu víðsýnni en félagar hans. „Menn gengu mislangt í því að samsamast þessu fagnaðarerindi, ekki ósvipað því sem sumir helgir menn samsömuðust guðfræðinni áður fyrri; sumir standa þarna fastir enn í dag. — Því miður, eða hvað skal segja, hafði Vramhald á bls. 338. 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.