Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 9
Ádrepur
Halldór lifir sitt eina hugmyndalega blómaskeiS á árunum eftir kaþólskuna
og áðuren hann frelsast á þetta sem hann kallar nú marxisma. Alþýðubókin
ber af öllum ritgerðasöfnum hans, ekki af því þar sé farið með merkilegra mál
en í sumum hinna, heldur vegna þess að þar er hann í senn leitandi, gagnrýn-
inn og sannfærður um að hann þurfi ekki að biðjast afsökunar á sjálfum sér.
Á árunum um og uppúr 1930, þegar Halldór tekur að samsama sig „mórölsk-
um marxisma", eru valdhafar í Sovétríkjunum fyrir þó-nokkru búnir að þagga
niður í öllum þeim sem ekki hlýddu og voru góðir, sjálfstæð pólitísk hugsun,
jafnvel grunur um að menn lumuðu á henni, varð dauðasök skömmu seinna.
Lenínisminn, í sinni bestu mynd nokkuð hressileg útþynning á Marx, hafði nú
verið sviptur sínu lífræna inntaki og dubbaður upp í ríkiskreddu sem sovéska
skrifræðið beitti fyrir sig eftir þörfum og tróð beint og óbeint uppá flokka
Þriðja alþjóðasambandsins (Kominterns), þarámeðal Kommúnistaflokk íslands.
Þetta kallast nú stalínismi og á svona álíka mikið skylt við Karl Marx og skel-
fiskur við skötu.
Halldór tvítekur það í viðtalinu að hann hafi aldrei gengið í Kommúnista-
flokkinn og virðist líta á það sem nokkra sönnun fyrir pólitísku sjálfstæði sínu
á þessum tíma. Nú fer pólitísk hugsun fólks ekki endilega eftir flokksskírtein-
um eða þá skorti á þeim. En trúlega er flokksleysið samt einhver skýring á
því hversu slakur stalínisti Halldór var í fyrstu, eða út hið svokallaða þriðja
tímabil Kominterns (1928—35). Hann meðtekur „fagnaðarerindið" með sem-
ingi og er langt frá því að vera gagnhrifinn. í ferðabókinni „í austurvegi" (1933)
liggur við að hann biðjist afsökunar á að sannfæringin skuli ekki ná inní merg
og bein. Það er ekki fyrr en með þjóðfylkingunni svonefndu að stalínisminn
eignast í Halldóri Laxness sinn ötulasta talsmann hér á landi. Þá afsalar hann
sér því sem hann átti eftir af sjálfstæðri pólitískri hugsun og samsamar sig
síbreytilegum boðskapnum að austan af trúarlegri ákefð. Siðfræðin er æði langt
frá því að geta kallast „móralskur marxismi", nær væri að segja hana ættaða
úr rannsóknarréttinum spánska; til að mynda er „Gerska æfintýrið" (1938)
þesskyns bók að engan þarf að undra að höfundurinn skyldi ranka við sér rúm-
um aldarfjórðungi síðar og taka að kenna sig við mannúðarstefnu. Árum sam-
an er síðan ekki framin sú óhæfa af valdhöfum í Sovétríkjunum sem á annað borð
verður heyrinkunn og vekur einhverja athygli, að Halldór Laxness sé ekki fyrst-
ur manna til að verja sína leiðtoga með miklum stílbrögðum en hugsun sem
verður æ snjáðari eftir því sem tíminn líður.
í viðtalinu lætur Halldór að því liggja að hann hafi verið öllu víðsýnni en
félagar hans. „Menn gengu mislangt í því að samsamast þessu fagnaðarerindi,
ekki ósvipað því sem sumir helgir menn samsömuðust guðfræðinni áður fyrri;
sumir standa þarna fastir enn í dag. — Því miður, eða hvað skal segja, hafði
Vramhald á bls. 338.
255