Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 50
4Tímarit Máls og menningar
endurnir sjá einungis hvort annað. Hjá Shakespeare fyllir ástin gjörvalla
tilveru af hugfanginni þrá. Allt sem eftir er í Draumnum af þessum ástar-
hita er skynding ástríðunnar:
Lísander. I blindni sór ég Hermíu ástar-eiS.
Helena. Nú ertu blindur, fyrst hún er þér leið.
Lísander. Demetríus elskar hana, en hatar þig.
Demetríus (vaknar): Helena! gyðja, himnesk rós í blóma!
við hvað skal jafna þínum augna-ljóma?
svo hreinn er enginn kristall. (III,2)
Draumurinn er mesti ástarbruna-leikur Shakespeares. I engum harmleik
eða gleðileik hans öðrum, að undan skildum Tróílusi og Kressítu er fjall-
að um ástamál jafn-harkalega. Þegar Ðraumurinn á í hlut, er leikhúsa-
hefðin sérstaklega hvumleið, hvort sem er í klassiskri útgáfu, með elsk-
endur klædda kyrtlum og marmaratröppur á baksviði, ellegar hinni gerð-
inni, af óperu-taginu, með flögrandi gagnsætt híalín og línudansara. Um
langt skeið hafa leikhús látið sér lynda að sýna Drauminn eins og eitt af
ævintýrum Grimms-bræðra, þurrka út remmu orðræðunnar og allan hrana-
skap atvikanna.
Lisander. Slepptu’ af mér kattar-klónum! farðu, skrímsl!
eða ég skek þig af mér eins og nöðru.
Hermía. Hversvegna þennan þjóst? hvað gengur að þér,
ástin mín?
Lísander. Astin þín! Burt, mórauð meinkind!
burt, væmið grugg, þín görótt ólyfjan! (III,2)
Langt er síðan ritskýrendur veittu því athygli, að elskendur í þessum
hjarta-fjarka verða naumlega þekktir sundur. Stúlkurnar skilur einungis
hæð og háralitur. Kannski hefur Hermía eitt eða tvö persónu-sérkenni,
sem bent gætu til frumdrátta í mynd af Rósalín úr Astarglettum (Love’s
Labour’s Lost) og síðan Rósalind úr Sem yður þóknast. Piltana skilja
nöfnin ein. Öll fjögur skortir þau þann sérstæða einstaklings-svip, sem
svo margar aðrar persónur Shakespeares eru gæddar, jafnvel hinar fyrstu.
Það er hægt að skipta um elskendur. Kannski var það þetta sem vakti
fyrir honum? Allt það sem gerist þessa heitu nótt, allt sem hendir þetta
ölvaða samkvæmi, sprettur af því, að ekkert sé hægara en skipta um elsk-
huga. Alltaf hef ég hugboð um að Shakespeare láti tilviljun engu ráða.
Bokki er á ferli um garðinn á næturþeli og rekst á hjónaleysin, sem skipt-
ast á elskhugum. Það er Bokki sem kemst að því.
296