Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar ing var ráðin samstundis. Fagrar konur hlógu bakvið blævænginn, karl- menn hnipptu hver í annan, kynvillingar flissuðu í laumi. Fáðu mér drenginn, þá kem ég með þér. (11,1) Shakespeare sýnir ekki þennan dreng, sem Títanía hefur stolið frá kóng- inum á Indlandi til að storka Oberoni. En hann minnist á piltinn nokkrum sinnum, og það rækilega. Efni leiksins þarf ekkert á drengnum að halda. Það voru fljótfundin hundrað önnur misklíðarefni handa þeim kóngs- hjónunum. Svo virðist sem Shakespeare hafi þótt brýnt að koma stráksa á framfæri af öðrum ástæðum en þörfum leiksins. En það er ekki einungis þessi fylgdarsveinn af Austurlöndum sem veldur vandræðum. Allir eru Iausir í rásinni, ekki aðeins venjulegt fólk, heldur einnig konungbornar persónur og þjóðhöfðingjar: . . . þessi stígvélaði svarkur, skjaldmeyjar-gapaskellan, sem þú elskar. (11,1) Skjaldmeyja-drottningin gríska er alveg nýbúin að vera í tygjum við álfakonunginn, og Þeseifur var rétt að slíta mökum sínum við Títaníu. Þessi atriði koma efni leiksins ekkert við; af þeim sprettur ekki neitt. Þau varpa jafnvel smá-skugga á hina snjöllu og ofurlítið viðkvæmu mynd sem dregin er af hjónaefnunum í fyrsta og fimmta þætti. En vafalaust vísa þessi smáatriði til samtíma fólks og atvika. Ekki á ég von á að hægt sé að ráða í allar þær vísanir sem fyrir koma í Ðranmnum. Enda skiptir það litlu máli. Eg býst ekki heldur við að mjög brýnt sé að hafa upp á því, fyrir hvaða brúðkaup Shakespeare fullgerði og aðhæfði í snatri Draum á jónsmessunótt. Hitt er nauðsynlegt, að leikari, sviðshöfundur og leikstjóri átti sig á því, að Draumurinn var samtíma- leikrit um ástir. Hér eru bæði orðin „samtíma“ og „ástir“ mikilvæg. Draumurinn var einnig einstaklega sannur, ofsafenginn og dýrslegur leikur. Hann kom á eftir Rómeó og Júlíu og var nýjung í þetri þeirra tíma. Álfavængirnir og grísku kyrtlarnir eru blátt áfram búningar, ekki einu- sinni skáldleg gervi, heldur grímubúningar. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hinn mikla gleðskap, sem til var stofnað, þegar hertogafrúin fagra, móðir jarlsins af Sout'nampton, gekk í það heilaga, eða hver það nú var, sem hélt ámóta veglegt brúðkaup. Dansinn er stiginn í ævintýra- legum stílfögrum búningum. I hirðveizlu á Italíu var grímudans afar vinsæl skemmtun, og svo var einnig í Englandi síðar þar til Púrítanar skárust í Ieikinn. 298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.