Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar
ing var ráðin samstundis. Fagrar konur hlógu bakvið blævænginn, karl-
menn hnipptu hver í annan, kynvillingar flissuðu í laumi.
Fáðu mér drenginn, þá kem ég með þér. (11,1)
Shakespeare sýnir ekki þennan dreng, sem Títanía hefur stolið frá kóng-
inum á Indlandi til að storka Oberoni. En hann minnist á piltinn nokkrum
sinnum, og það rækilega. Efni leiksins þarf ekkert á drengnum að halda.
Það voru fljótfundin hundrað önnur misklíðarefni handa þeim kóngs-
hjónunum. Svo virðist sem Shakespeare hafi þótt brýnt að koma stráksa
á framfæri af öðrum ástæðum en þörfum leiksins. En það er ekki einungis
þessi fylgdarsveinn af Austurlöndum sem veldur vandræðum. Allir eru
Iausir í rásinni, ekki aðeins venjulegt fólk, heldur einnig konungbornar
persónur og þjóðhöfðingjar:
. . . þessi stígvélaði svarkur,
skjaldmeyjar-gapaskellan, sem þú elskar. (11,1)
Skjaldmeyja-drottningin gríska er alveg nýbúin að vera í tygjum við
álfakonunginn, og Þeseifur var rétt að slíta mökum sínum við Títaníu.
Þessi atriði koma efni leiksins ekkert við; af þeim sprettur ekki neitt. Þau
varpa jafnvel smá-skugga á hina snjöllu og ofurlítið viðkvæmu mynd sem
dregin er af hjónaefnunum í fyrsta og fimmta þætti. En vafalaust vísa þessi
smáatriði til samtíma fólks og atvika.
Ekki á ég von á að hægt sé að ráða í allar þær vísanir sem fyrir koma í
Ðranmnum. Enda skiptir það litlu máli. Eg býst ekki heldur við að mjög
brýnt sé að hafa upp á því, fyrir hvaða brúðkaup Shakespeare fullgerði og
aðhæfði í snatri Draum á jónsmessunótt. Hitt er nauðsynlegt, að leikari,
sviðshöfundur og leikstjóri átti sig á því, að Draumurinn var samtíma-
leikrit um ástir. Hér eru bæði orðin „samtíma“ og „ástir“ mikilvæg.
Draumurinn var einnig einstaklega sannur, ofsafenginn og dýrslegur
leikur. Hann kom á eftir Rómeó og Júlíu og var nýjung í þetri þeirra tíma.
Álfavængirnir og grísku kyrtlarnir eru blátt áfram búningar, ekki einu-
sinni skáldleg gervi, heldur grímubúningar. Það er auðvelt að gera sér
í hugarlund hinn mikla gleðskap, sem til var stofnað, þegar hertogafrúin
fagra, móðir jarlsins af Sout'nampton, gekk í það heilaga, eða hver það
nú var, sem hélt ámóta veglegt brúðkaup. Dansinn er stiginn í ævintýra-
legum stílfögrum búningum. I hirðveizlu á Italíu var grímudans afar
vinsæl skemmtun, og svo var einnig í Englandi síðar þar til Púrítanar
skárust í Ieikinn.
298