Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 54
Tímarit Máls og mennirigar
stund út af vettvangi leiksins. Þetta er í rauninni eintal höfundar, eins
konar Brechts-söngur, þar sem hið heimspekilega viðfang í Draami á
Jónsmessnnótt er látið uppi í fyrsta sinn; efnið er Eros og Þanatos.1
... já, ástin umsnýr verstu lygð
og einskis verðri smæð í háa dygð.
Astin er blind á augum, skyggn í hjarta,
svo Amor sjónlaus þenur vænginn bjarta; (1,1)
Það er síðari tvíhendan sem erfiðast er að túlka, og tvíræðnin í henni
villir um. Myndbreytingin er glettilega lík orðalagi flórenskra nýplatons-
sinna, einkum þegar Marsillo Ficini og Pico della Mirandola eiga í hlut.
Þeir settu fram sérstaka Erosar-dulhyggju, sem þeir reistu á Orfeifs-kenn-
ingunni. Frægust varð þversögn Mirandola, sem Opera hans hafa að geyma:
„Ideo amor ab Orpheo sine oculis dicimr, qua est supra intellectum.“ Astin
er blind, vegna þess að hún er ofar skilningnum. Blindnin veitir fullnægju
og algleymi. Samdrykkja Platons var líka meðal eftirlætis-bóka nýplatons-
sinna á Elsabetaröld, hvort sem hún var nú skilin dulspekilega eða bók-
staflega. En að flórenskri fyrirmynd var sú nýplatonska, sem flokkur jarls-
ins af Southampton lagði stund á, með glöggum Epíkúrs-blæ.
„Hjarta“ stendur hér fyrir „mind“ í frumtexta, sem í þessu sambandi
virðist merkja draumaflug og þrá. Venjulega brýtur Shakespeare gegn
stermótun. I stað hugmynda nýplatonssinna um ást sem vaxi af fegurð
til fullkomnunar í kynnautn („Amor igitur inVoluptatem a pulchritudine
desinit“), setur Shakespeare Eros ljótleikans, sem spretti af girnd og full-
komnist sem vitfirring.2
Amor, strákurinn sem skýtur örvum sínum blindandi, hefur verið særður
fram í þessu eintali, en aðeins um skamma stund, því hér er myndsýnin
afhverfari og beinist inn á gjörólík merkingarsvið:
og vængjuð blinda þýtur háskans til; (1,1)
í eintali Helenu hefur Amor hinn blindi ummyndazt í blint knýjandi
afl, Níke eðlishvatarinnar.3
Ljóst er, að Schopenhauer hefur notað þessa hugmynd úr Draumnum. En
1 I grískri trú var Þanatos persónugervingur dauðans. ÞýS.
2 Sjá Edgar Wind, Pagan Mysteries in the Renaissance, London, 1958.
3 Nike var sigurgyðja Grikkja. Þýð.
300