Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 79
Jóhann Stgurjónsson og módernisminn munn: „Ég fór að hugsa um skýin, þessi léttúðarinnar börn, sem gera áhlaup á himinhvolfið án þess að hafa hugboð um, hversu tilgangslaust það er.“8 Eins og síðar verður greint frá þá gengur þessi táknræna lýsing aftur í mörgum Ijóða skáldsins. Módernismi er hugtak sem hefur verið skýrt á marga vegu og verður það ekki rakið hér. Þess í stað mun ég leitast við að skýra nokkur hug- myndaleg einkenni þeirrar tegundar af módernisma, sem ég tel að komi fram hjá Jóhanni Sigurjónssyni. Að mínum dómi er meginstraumur módernismans bókmenntaleg hlið- stæða þess existensíalisma sem upptök sín á í fyrirbærafræði Husserls. Þetta kemur fyrst og fremst fram í hliðstæðu uppgjöri við kreddur um „yfir- náttúrulega“ merkingu lífsins og „tilgangseðli“ tilverunnar. Á sama hátt og existensíalisminn hafnar módernisminn alhæfðum siðferðisgildum sem og yfirskilvitlegum skýringum á tengslum manns og heims. Verufræðileg eða tilvistarleg vandamál taka sess hinna siðferðilegu vangaveltna. Líf og dauði verða áleitnari viðfangsefni en Gott og Illt. Ný-rómantíkin gekk út frá hugmyndakerfi um einingu vitundar og veruleika. I yfirskilvitlegu samræmi anda og efnis sá hún neista guðdómsins. Nýrómantísku skáldin átm sér þann draum æðstan að komast yfir þennan neista og sameinast Almættinu. Hinn existensíalski módernismi hafnaði þessari dulúð. Hugmyndafræðingar hans benm á að maðurinn er vera sem sífellt leitast við að yfirstíga takmarkanir sínar og verða Alvaldur veru- leikans. Sú viðleitni mætir ávallt ókleifum múr og fyrr eða síðar verður draumhuginn að horfast í augu við óhjákvæmilegan ósigur sinn. Þetta á við um þróun Jóhanns Sigurjónssonar. Eftir að ofurmennisórarnir bíða skipbrot taka verk hans að snúast um magnleysi mannsins í tilvemnni og merkingarleysið sem vitundin um dauðann hefur í för með sér. Síðari kvæði Jóhanns fjalla um lirun hins ný-rómantíska draums, og í framhaldi af því um eðli lífsins og hlutverk mannsins. Hann flettir ofan af lífslygi og tálvonum og rýnir merkingu eða merkingarleysi tilvistarinnar. Á gmnd- velli þessarar túlkunar tel ég að Jóhann hafi verið frumherji existensíal- isma og módernisma í íslenskri Ijóðagerð. Ef borin eru saman æskukvæðið Vceri ég aðeins einn af þessum fáu og Sorg9, sjást glögglega tvenns konar gjörólíkir hugmyndaheimar. Fyrra Ijóð- ið sýnir visst jafnvægi, bæði í huga skáldsins og sambandi þess við um- hverfið. Það horfir á heiminn eins og óskrifað blað sem verkefni þess er að fylla út. Tilvistin er tilgangsrík og býður upp á takmarkalausa mögu- 325
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.