Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 98
Tímarit Mdls og menningar jþótt sú sé nærtækust) og einnig eru tjáð á fleiri en einum stað hjá Agli. Tenging Egils og Hannesar í eina heild, sem auðvitað mætti gera miklu rækilegri grein fyrir, á það sammerkt myndmáli þeirra beggja að undirstrika í senn líkindi og ólíkindi, samstæðu og andstæðu. Dróttkvæðaskáldið er fullt af sigurvissu og stolti yfir hinni vammi firrtu íþrótt; módernisminn örvæntir um að smíðisgripurinn takist og um tilgang þess að smíða slíkan grip. Og þegar smíðin tekst má vera að grip- urinn hafi fengið sjálfstætt og ógnandi líf. Þetta hljóta menn að tengja breytt- um heimi og breyttri félagslegri stöðu skáldanna, en hvað sem því líður er það víst að atómskálda- kynslóðin hefur ekki verið afkasta- mikil við skáldskap. Hannes Sigfússon hefur þó af mestri þrákelkni rofið þögn- ina afmr og aftur. Örvamælir, sem kom út á síðasta ári, er fimmta frumsamin ljóðabók hans en á þeim tálf árum, sem liðin eru síðan Jarteikn kom út, hefur hann skilað miklu verki í þýðingu norrænna ljóða. Engin bók Hannesar hefur vakið annað eins umtal, eftirtekt og hneyksl- un og æskuverk hans Dymbilvaka, enda stendur kvæðið við hlið Tímans og vatnsins á straumhvörfum í íslenskri ljóðagerð. Hitt held ég að hafi farið fram hjá of mörgum að Hannes er betri smiður í síðari ljóðabókum og á þar margan kjörgrip, þótt eldglæringar af afli hans fjúki ekki jafnhátt og í fyrstu. Upphafskvæði bókarinnar, Island 1918 —1968, kveðið á hálfrar aldar full- veldisafmæli, hafði reyndar birst áður, í þessu tímariti. Það má kalla furðu- djarfa tilraun til að sameina svo óskylt kveðskaparlag sem hátíðarkvæði og módernisma, jafnvel með ívafi af kon- kretisma svo kölluðum. Kvæðið er nokk- uð myrkt á köflum en harla mátmgt um leið. Væri líklega tilvalinn texti fyrir nútímatónskáld að leggja út af, þótt það kunni að vera illa fallið til söngs á ungmennafélagsfundum eða landsmótum. Yrkisefni Hannesar í þessari nýju bók eru býsna fjölskrúðug og einnig tök hans á efninu. Enn sem fyrr nær hann oft góðum árangri með dyrfsku- fullu myndmáli sem vísar óvænta leið að kjarna máls eða að kenndum sem ekki verða skilgreindar með venjulegum hætti, má þar til nefna fyrrnefnd kvæði, Lausnir og Smíðisgrip, eða hið áleitna kvæði Uppskera, um mannlíf í borg, og reyndar mörg fleiri. Einhvern tíma var sagt um Hannes að hann yrki á „miklu máli“, og þótti hnyttið. Þegar litið er í Dymbilvöku má sjá hvað við er átt. Þessu mikla máli bregður fyrir enn, ekki síst í afmæliskvæðinu, sem fyrr var getið um, en í þorra kvæða sinna hefur Hannes horfið frá þessum stíl og leggur leið stna miklu nær setningagerð. Hrynjandi er oft prósaísk og stuðla brögð hennar fremur að því að stugga við lesanda en sefja hann. Þrótt- ur málsins og áhrif sprettur hér fremur af óvæntum tilvísunum en skáldlegu orðavali, sem nú er hóflega notað þótt Hannes kunni vel að forðast alla flatn- eskju. Hannes hefur löngum sameinað í kvæðum sínum úthverfu og innhverfu, þeas. hann hefur ferðast um manns- hugann, gjarnan að útjöðrum vitundar- innar, en jafnframt stöðugt verið að yrkja um mannlega ábyrgð, mannlegt samfélag, manninn í heiminum. í Örva- mæli eru ýmis ádeilukvæði af gerð sem við könnumst nú orðið býsna vel við 344
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.