Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 105
gefst færi á að kynnast hugsun og mann. lífi frænda okkar. Því William Heinesen er fyrst og fremst færeyskur rithöfund- ur — þó svo hann skrifi dönsku. Og haldi nú einhver að okkur varði litlu hvernig Færeyingar hugsa og lifa, þá má benda honum á að sá sem lætur sig engu skipta nánasta umhverfi sitt, hann ætti ekki að þykjast af að þekkja það sem fjær er. I þriðja lagi er íslenskur bókmennta- heimur svo smár að honum hlýtur um ókomin ár að verða þörf á vönduðum þýðingum. Það er að minnsta kosti trúa mín að hver þýdd bók (af hverju tagi sem er) stuðli að því að auðga íslenskar bókmenntir og gera tunguna að þjálu og þrautæfðu ritmáli í framtíð eins og menn telja gjarna hún hafi verið í fortíð. Því finnst mér á stundum ekki minna skipta þýðingar en frumsamin verk á íslensku. ☆ A síðusm tveim árum hefur Mál og menning gefið út tvær sögubækur sam- kvæmt ofanrituðu loforði. Að vísu hef- ur forlaginu gleymst að láta getið um útgáfuár á Turninum á heimsenda, en ráða má af líkum og finna eftir öðrum leiðum að sú bók hafi komið út árið 1977. Höfundur kallar Turninn á heims- enda „ljóðræna skáldsögu í minninga- brotum úr barnæsku". Eiginlegur sögu- þráður er því fremur brotakenndur, en atburðir tengjast flestir á einn eða ann- an hátt sömu persónunni, Amaldusi. Hann er vart af barnsaldri þegar frá- sögn lýkur, en hins vegar gamall og vís maður þar sem hann situr við að skrá minningar sínar. Verða reyndar þannig rneir Amaldusar í sögunni, annar barn- ið sem lifir atburðina, hinn þulurinn Umsagnir um bcekur sem horfir á liðna tíð úr fjarska, metur hana og skráir sögur af henni. Agæta hliðstæðu við þá frásögutækni eigum við í Brekkukotsannál. Amaldus eldri er hógvær maður og gerir lítið til að ota að lesendum eigin hugmyndum og skilningi. Þeim mun harðar leggur hann að sér við að skýra frá atburðum og umhverfi eins og Amaldus litli sá það. Til þess verður ljóðrænan mikilvægt tæki, því alveg eins og minningar okkar úr bernsku eru brotakenndar, þannig verður túlk- un þeirra huglæg og einstaklingsbundin. Þessu hvoru tveggja tekst Heinesen af- bragðs vel að koma til skila. Við lifum atburðina með Amaldusi — eins langt og minni hans leyfir — en okkur er líka gefið nógu mikið í skyn til þess við gemm tekið við spunanum, haldið sög- unni áfram þar sem hann lætur þráðinn falla. En Heinesen tekst líka annað, ekki síður mikilvægt. Þrátt fyrir hinn ljóð- ræna búning verða allar minningar hans afhjúpandi í tvennum skilningi. Annars vegar varpa þær ljósi á sögu- hetjuna, Amaldus, skáldsefnið. Hins vegar afhjúpa þær vankanta þess borg- aralega samfélags og þeirrar hugmynda- fræði sem Amaldus elst upp við. Þetta er atriði sem ýmsum virðist hafa sést yfir í síðustu verkum Heinesens, eins og Henrik Ljungberg benti á í grein hér í Tímaritinu árið 1977 (3.—4. h., 251 o.á). Krafan hefur að vísu upp á síð- kastið hljóðað upp á afhjúpun á félags- legum, helst marxískum gmnni, og slíka afhjúpun má vel finna hjá Heine- sen, en Ijósara er hvernig hann beinir geiri sínum að þeirri tilfinningalegu djúpfrj-stingu sem borgaralegt siðgæði gerir ráð fyrir. Hans, móðurbróðir Amaldusar, er 351
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.