Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 106
Tímarit Máls og menningar einn þeirra sem fyrir barðinu verður. Hann hefur ekki hið rétta borgaralega upplag, lærir ekki að hlýða fyrr en hann hefur verið brotinn á bak aftur. Þetta skynjar Amaldus ungi án þess að skilja það, en skynjunin verður sár, því smám saman rennur upp fyrir honum að það er faðir hans sem tekur að sér að brjóta Hans á bak aftur. Amaldus verður einnig sjálfur til þess að reka sig á hömlurnar. Otti hans við ást og tilfinningatjáningu er nátengdur þeirri djúpfrystingu sem um var rætt, ótti sem brýst út í hálfkæfðri grimmd vegna þess að hinn raunverulegi hvati, ástin, er bannvara. Síðari bókin sem hér er til umræöu, Fjandinn hleypur í Gamalíel (1978) er að byggingu til öðru vísi en Turninn á heimsenda. Þetta er smásagnasafn. Fyrst fer flokkur ótengdra sagna (meðal annarra perlan góða Jómfrúfæðing, þar sem brugðið er upp ógleymanlegri mynd af Einari Benediktssyni), síðan koma minningar frá Færeyjum og Kaup- mannahöfn, og loks fer sagnabálkur sem minnir nokkuð á minningabrotin í Turninum. Það sem tengir alla flokk- ana og allar sögurnar saman sýnist mér einkum vera viðhorfið sem minnst var á að framan, þetta manneskjulega við- horf og þessi óbilandi trú á að í veröld sem ekki tekur fullt tillit til tilfinninga- lífs verði ekki lifað fögru mannlífi. Ljóst verður þetta viðhorf m. a. í titilsögunni, Fjandinn hleypur í Gamali- el. Sögu„hetjan“, Gamalíel eða Pótí- fúttinn er harðstjóri og lítill karl eins og flestir harðstjórar, rekinn áfram af ótta: Hann lagði enga fæð á fiskkell- ingarnar; maður í lykilstöðu einsog Gamalíel fæst ekki við það að hata né elska. En honum stóð ógn af þeim líkt og öðru karlkyni jarðarinnar hlýt- ur einlægt að standa ógn af kvenkyn- inu sem enga hemju né ráðdeild þekkir og hrekst í ofboði milli botn- lausrar undirgefni og hreinnar morð- fýsnar . . . (Bls. 79). Grunurinn um að konurnar kunni að eiga sér óbeislaðra tilfinningalíf og að ekki sé víst að þær lúti borgaralegum lögmálum (þekkja enga hemju né ráð- deild!), sá grunur verður smám saman að vissu og skapar hinn kátlega harm- leik Gamalíels. Oldungis sama er uppi á teningnum í sögunni Atlanta, sem kannski er feg- urst sagnanna í þessu safni. Ungur læknir tekur sér fyrir hendur að „bjarga" ungri stúlku frá glötun. Sú björgun mistekst, því lækninum er ekki gefin ofmæld andleg spektin: hann skilur ekki djúp tilfinninganna — og ég get ekki látið undir höfuð leggjast að geta þess að mér er ómögulegt að sjá það háð sem Ljungberg og fleiri tala um að beint sé að lækninum, mér finnst af- staða höfundar miklu fremur markast af samúð með skilningsleysi mennta- mannsins, sem fyrirmunað er að skilja veldi tilfinninganna — eins og megn- inu af karldýrum jarðarinnar. Þannig mætti rekja þráðinn áfram, en hér skal staðar numið. I sjálfu sér er ekkert fjarska frumlegt við þá af- stöðu sem hér hefur verið bent á. Til dæmis virðast rómantísk skáld mörg hver hafa skilið hana ágætlega, og mér þykir sá norski Jónas Lie hafa orðað hana skilmerkilegast allra, þegar hann skrifaði í formála smásagnanna Troll fyrir hart nær öld: „Att der er troll i mennesker vet enhver som har litt 0ye for den slags.“! Svo einfalt er það, hafi menn auga fyrir. — Það er því ekki frumleikinn sem slíkur sem mér þykir 352
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.