Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 109
sýna pólitískt og fjárhagslegt vald Pét- urs Pálssonar framkvæmdastjóra" (55). Að því er ég fæ séð er þetta síðastnefnda samband ekki aðeins það sem liggur í augum uppi, heldur það eina hugsan- lega. Hitt er of langsótt og fær alls engan stuðning í textanum. En það eru samt sem áður nóg dæmi eftir til að sýna okkur líf Ljósvíkings- ins sem „augljósa bendingu á þjáningar- sögu Jesú“ (56). Þetta er þó frekar al- mennt samband; í nútíma „veraldleg- um“ bókmenntum eru þjáningar Krists stundum orðnar nokkurs konar frum- mynd mannlegrar þjáningar yfirleitt. Og þegar Gunnar segist sjá „alveg greini- lega“ að Laxness hafi ætlað sér að „lýsa alþýðuskáldinu Olafi Kárasyni sem lmitatio Christi“ (57), finnst mér sú fullvrðing ekki geta staðist — að minnsta kosti ekki, ef það á að skilja þessa lmitatio Christi í kristilegri merk- ingu. Að skáldsögupersónan Olafur Kárason sé slík „lmitatio, tilraun" til að „sýna mynd manneskjmmar, eins og höf- undurinn (Laxness) sér hana" (57; ská- letrun mín), er varla hægt að sanna nema með því að bera Ljósvíkinginn saman við „mynd manneskjunnar" eins og hún birtist bæði í öðrum persónum þessarar skáldsögu og í öðrum verkum Laxness, fyrr og síðar. Mynd manneskj- unnar hjá honum er alltof samsett og tvíræð til þess að hún væri svo að segja útkljáð með lýsingu hans á alþýðuskáld- inu. í rveim síðari höfuðhlutum ritgerðar sinnar reynir Gunnar að skýra nokkra aðaldrætti Ljósvíkingsins undir fyrir- sögnunum „Þjáningin“ (76—153) og „Fegurðin" (160—236). Þetta eru mikilvæg og frjósöm sjónarmið. En ýms- ar hugleiðingar í sambandi við skilgrein- inguna á hugtakinu þjáning virðast hafa Umsagnir um bcekur keim af útúrdúrum, meira til þess falln- ar að sýna guðfræðilegan lærdóm en að varpa ljósi yfir viðfangsefni rannsóknar- innar. Svo finnst mér vera um kaflann „2.5 Þjáning hins réttláta" (127—33), sem fjallar meðal annars um Sókrates og Gyðingdóm. Hér er meðal annars vitnað í Eduard Schweizer, er hann segir um þjáningar hins réttláta í Gyðingdómn- um að þjáningin sé mjög mikils verð, þar sem hún sé „friðþæging fyrir eigin syndir eða óbeint fyrir syndir annarra manna" (131). En um „syndir" er yfir- leitt aldrei talað í sambandi við Olaf Kárason. (Það segir Gunnar auðvitað ekki heldur.) Maður efast um að það séu svo náin tengsl og djúp milli alþýðuskáldsins og Jesú-myndarinnar eins og hér er látið í veðri vaka. Þegar haldið er fram að Olafur Kárason hafi „ætlunarverk end- urlausnarinnar" (113), eða að skáld- skapurinn sé „okkar allra endurlausnari" (eins og segir í Heimsljósi) og hafi þannig samkvæmt Gunnari „eindregna trúarlega (religiöse) merkingu" (175), þá verður að varast að skoða þessa „endurlausn" í ljósi endurlausnarverks Jesú. I Heimsljósi er um að ræða nokkurs konar skyndilega uppljómun eða opinberun, sem kann að verka sem léttir og huggun í þrengslum mannlífs- ins. Það er að vísu dularfull eða jafnvel dulræn reynsla, en hún er samt alger- lega mannleg. „Endurlausn" getur merkt margt. Gunnar talar um hugmynd Laxness um „persónu Krists"; hann skilgreinir þessa persónu „sem innri (immanente) kraft sköpunarinnar er veitir líf og von“, „þ. e. a. s. sköpun náttúrunnar verður alltaf skoðuð í ljósi endurlausnarinnar" (211). En um persónu Krists heyrum við varla orð í Heimsljósi; hún virðist 355
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.