Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 109
sýna pólitískt og fjárhagslegt vald Pét-
urs Pálssonar framkvæmdastjóra" (55).
Að því er ég fæ séð er þetta síðastnefnda
samband ekki aðeins það sem liggur í
augum uppi, heldur það eina hugsan-
lega. Hitt er of langsótt og fær alls
engan stuðning í textanum.
En það eru samt sem áður nóg dæmi
eftir til að sýna okkur líf Ljósvíkings-
ins sem „augljósa bendingu á þjáningar-
sögu Jesú“ (56). Þetta er þó frekar al-
mennt samband; í nútíma „veraldleg-
um“ bókmenntum eru þjáningar Krists
stundum orðnar nokkurs konar frum-
mynd mannlegrar þjáningar yfirleitt. Og
þegar Gunnar segist sjá „alveg greini-
lega“ að Laxness hafi ætlað sér að „lýsa
alþýðuskáldinu Olafi Kárasyni sem
lmitatio Christi“ (57), finnst mér sú
fullvrðing ekki geta staðist — að
minnsta kosti ekki, ef það á að skilja
þessa lmitatio Christi í kristilegri merk-
ingu. Að skáldsögupersónan Olafur
Kárason sé slík „lmitatio, tilraun" til að
„sýna mynd manneskjmmar, eins og höf-
undurinn (Laxness) sér hana" (57; ská-
letrun mín), er varla hægt að sanna
nema með því að bera Ljósvíkinginn
saman við „mynd manneskjunnar" eins
og hún birtist bæði í öðrum persónum
þessarar skáldsögu og í öðrum verkum
Laxness, fyrr og síðar. Mynd manneskj-
unnar hjá honum er alltof samsett og
tvíræð til þess að hún væri svo að segja
útkljáð með lýsingu hans á alþýðuskáld-
inu.
í rveim síðari höfuðhlutum ritgerðar
sinnar reynir Gunnar að skýra nokkra
aðaldrætti Ljósvíkingsins undir fyrir-
sögnunum „Þjáningin“ (76—153) og
„Fegurðin" (160—236). Þetta eru
mikilvæg og frjósöm sjónarmið. En ýms-
ar hugleiðingar í sambandi við skilgrein-
inguna á hugtakinu þjáning virðast hafa
Umsagnir um bcekur
keim af útúrdúrum, meira til þess falln-
ar að sýna guðfræðilegan lærdóm en að
varpa ljósi yfir viðfangsefni rannsóknar-
innar. Svo finnst mér vera um kaflann
„2.5 Þjáning hins réttláta" (127—33),
sem fjallar meðal annars um Sókrates og
Gyðingdóm. Hér er meðal annars vitnað
í Eduard Schweizer, er hann segir um
þjáningar hins réttláta í Gyðingdómn-
um að þjáningin sé mjög mikils verð,
þar sem hún sé „friðþæging fyrir eigin
syndir eða óbeint fyrir syndir annarra
manna" (131). En um „syndir" er yfir-
leitt aldrei talað í sambandi við Olaf
Kárason. (Það segir Gunnar auðvitað
ekki heldur.)
Maður efast um að það séu svo náin
tengsl og djúp milli alþýðuskáldsins og
Jesú-myndarinnar eins og hér er látið í
veðri vaka. Þegar haldið er fram að
Olafur Kárason hafi „ætlunarverk end-
urlausnarinnar" (113), eða að skáld-
skapurinn sé „okkar allra endurlausnari"
(eins og segir í Heimsljósi) og hafi
þannig samkvæmt Gunnari „eindregna
trúarlega (religiöse) merkingu" (175),
þá verður að varast að skoða þessa
„endurlausn" í ljósi endurlausnarverks
Jesú. I Heimsljósi er um að ræða
nokkurs konar skyndilega uppljómun
eða opinberun, sem kann að verka sem
léttir og huggun í þrengslum mannlífs-
ins. Það er að vísu dularfull eða jafnvel
dulræn reynsla, en hún er samt alger-
lega mannleg. „Endurlausn" getur merkt
margt.
Gunnar talar um hugmynd Laxness
um „persónu Krists"; hann skilgreinir
þessa persónu „sem innri (immanente)
kraft sköpunarinnar er veitir líf og von“,
„þ. e. a. s. sköpun náttúrunnar verður
alltaf skoðuð í ljósi endurlausnarinnar"
(211). En um persónu Krists heyrum
við varla orð í Heimsljósi; hún virðist
355