Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Side 123
sé að leita skýringa á þjóðfélagsgerð
hvers tíma (sjá t. d. Israel 1973, bls. 66).
Þess er einnig að vænta að slík bók beri
merki þess sjónarmiðs að fræðileg um-
f jöllun um félagsleg fyrirbæri skýri þau
ekki einungis og greini, heldur eigi um-
fjöllunin sjálf þátt í sköpun og mót-
un þessara fyrirbæra (sjá t. d. Israel
1972, bls. 140). Af sjálfu leiðir að
ekki verða gerðar hlutleysiskröfur í
pólitískum anda til Joachims Israels, en
þeim mun harðari um fræðimannsleg
vinnubrögð og heiðarleika í allri fram-
setningu, þ. e. að hann uppfylli sjáifur
þau skilyrði sem hann hefur svo ske-
legglega sett fram annars staðar.
Ef til vill má það teljast galli á bók
Israels, Samfélagið, sem hér á einkum
að vera til umræðu, að þeim vanda-
málum, sem ég hef tæpt á hér að fram-
an, eru þar gerð lítil skil. Það er til
afsökunar að bókin er ætluð ungu fólki
og þarf að vera aðgengileg í samræmi
við það. A hitt ber einnig að líta, að sú
staðreyndamergð um þjóðfélag lesand-
ans, sem bókin er hlaðin af (og er einn
höfuðkostur hennar), hefur óhjákvæmi-
lega ýtt tii hiiðar öðrum tegundum
efnis.
Ef gæta á sanngirni (og það viljum
við væntanlega öll gera?) ber að dæma
verk í ljósi markmiða skapanda þess
eða höfundar. Höfuðmarkmið þessar-
ar bókar virðist vera að vekja unga les-
endur til umhugsunar og umræðu um
nokkur helstu átakasvið þjóðfélagsins,
jafnframt því að koma að eins miklum
staðtölulegum fróðleik og stærðarmörk
bókarinnar leyfa. Undirtitill bókarinnar,
fjölskyldan — vinnan — ríkið, gefur
til kynna að höfundur hefur orðið að
velja og hafna, þótt að vísu megi koma
flestum hlumm að undir merkjum þess-
ara hugtaka. í formála hinnar dönsku
XJmsagnir um bcekur
útgáfu bókarinnar segir að félagsfræði
hafi oft yfir sér blæ óraunveruleika.
Höfundur ætlar ekki að láta saka sig
um slíkt. Og hvernig hefur þá til tek-
ist?
Því verður ekki svarað í fáum orð
um. Aður en lengra er haldið er þó
rétt að geta þess að þýðingin og hinar
umfangsmiklu staðfærslur efnisins, sem
á stundum hafa leitt til langra endur-
skrifta, hafa farið Auði Styrkársdótmr
þannig úr hendi að henni er sómi að.
A frummálinu hefur bókin bæði kosti
og gaila. Hvorir tveggja skila sér í ís-
lensku útgáfunni, en að mínu mati er
hlutfallið a. m. k. ekki óæskilegra að
íslenskun lokinni. Eitt erfiðasta við-
fangsefni, sem fræðimenn geta valið
sér (og jafnframt eitt hið mikilvæg-
asta), er að skrifa um starfssvið sitt fyr-
ir unglinga. Fyrir fullorðinn lesanda —
ekki síst ef hann ber nokkurt skynbragð
á viðfangsefnið, og það gildir sem bet-
ur fer um marga þegar félagsfræði á
í hlut — er auðvelt að henda á lofti
andlitlar upplýsingar um nauðahvers-
dagsleg fyrirbæri, og útlistanir á því
sem hverjum manni er augljóst. Ef til
vill hafa höfundur og þýðandi einstöku
sinnum gengið of langt í einföldunar-
átt, og ef til vill háir það bókinni að
henni virðist ætlað að vera gjaldgengt
lesefni hvenær sem er á 4 ára tímabili
í ævi unglinga sem eru í örum þroska.
Ef til vill er líka auðveldara að benda
á milliveginn en að rata eftir honum.
Þrátt fyrir einfalt málfar er bókin
þess eðlis að hún gerir verulegar kröfur
til þeirra sem vilja nota hana. I hönd-
um kennara sem hefur aflað sér þjóð-
félagsfræðilegrar þekkingar genrr hún
reynst hið nýtasta kennslugagn. Hér hef
ég ekki síst í huga heimspekilegar og
þekkingarfræðilegar forsendur Joachims
TMM 24
369