Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 128
Tímarit Aíáls og menningar Hagfneðingurinn Mattick. I formála fyrir grein Matticks segja þýðendurnir að rit Matticks, „Marx og Keynes. Takmörk hins blandaða hagkerfis" hafi „skipað honum sess meðal helstu marxísku hagfræðinga nútímans". Fullyrðingar af þessu tagi eru vísbendingar um fræðilega einangrun þýðendanna og vanþekkingu á hagfræði almennt og marxískri hagfræði sérstaklega. Við skulum taka hér örfá dæmi um hagfræði Matticks. Fyrst skulum við athuga tilvitnun sem býður upp á óendanlega margar athugasemdir og túlkunarmöguleika. Eg læt mér nægja að gera athugasemdir við eitt atriði i greininni, en eftirlæt les- endum að spreyta sig á afgangnum. Mattick segir: Andspænis öreigabyltingunni er lenínisminn „hluti alþjóðlegrar gagnbyltingar og skal þá ekki gert lítið úr þeim andstæðum sem greina rússneskan ríkiskapítalisma frá vestrænum einokunarkapítal- isma, og ekki er heldur með þessu ráðist á hina lenínísku hugmynd um öreiga- byltinguna sem „díalektíska“ umturnun borgarabyltingarinnar(!). En til þess að réttlæta hina lenínísku hugmynd væri nauðsynlegt að sanna tilveru sósíalismans x Rússlandi. Það væri hins vegar aðeins hægt með því að rugla saman veruleika og hugmyndafræði(I). Einungis ef menn teldu sósíalismann takmarkast við afnám einkaeingar, væri hægt — og þó ekki með fullum rétti(!) — að kalla rússneska samfélagið sósíalískt. En þar eð Rússland er ekki frábrugðið dæmigerðum auðvalds- ríkjum í öllum öðrum félagslegum efnum(!), þá er ekki hægt að halda því fram að rússneska byltingin hafi nú þegar(!) leitt til sósíalisma". Af vangaveltum af þessu tagi dregur Mattick þá ályktun að Sovétríkin séu kapítalísk! Reyndar ríkiskapítalísk. Nú er það svo að einkaeignin er ákveðið lögfræðilegt atriði, ákveðin staðfesting á félagslegum afstæðum. Það skipulag efnahagslífsins sem leiðir af þessum félags- legu afstæðum felur í sér að markmið framleiðslunnar er einkagróðinn og skipulag dreifingarinnar er markaðurinn. I augum marxista eru þessi atriði afgerandi félags- leg atriði. Það er út frá þessum forsendum sem marxistar leiða út þau hreyfilögmál sem kapítalisminn lýtur. I þessum afgerandi atriðum aðgreinir skipulagið í Sovét- ríkjunum sig frá kapítalisma. Þótt við teljum að sósíalismi sé óhugsandi án pólitísks lýðræðis, þá væri það kreddufesta af versta tagi og algjörlega órökrétt út frá sjónarhóli sögulegrar efnis- hyggju, að segja að þetta atriði gerði það að verkum að Sovétríkin væru kapítalísk. I bók sinni „Marx og Keynes“ viðurkennir Mattick að margt greini efnahags- skipulagið í Sovétríkjunum frá kapítalisma. Aftur á móti reynir hann á skoplegan hátt að líkja þessum efnahagskerfum saman með því að nefna sambærilega hluti (sambærilega bókhaldslega) sama nafninu. Flann er sér þó meðvitaður um að ein- hver mismunur er fyrir hendi og setur þess vegna gæsalappir utan um orðin þegar hann á við Sovétríkin. Hann segir t. d.: „Ríkiskapítalismi er efnahagskerfi sem framleiðir „gildisauka“, en það er ekki kerfi sem er „stjórnað" af samkeppni á mörkuðum og kreppum. Samkeppni á mörkuðum er ekki nauðsynleg til að umfram- framleiðslan raungerist sem gróði(!). Hin sérstöku efnislegu einkenni umfram- 374
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.