Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 4
Adrepur
... en koma þó!
Þetta Tímaritshefti átti auðvitað að vera miklu fyrr á ferðinni og fram að siðasta
degi var áformað að því yrði skipt í tvö hefti sem kæmu út hvort á fætur öðru,
en prentaraverkfall gekk endanlega frá þeirri hugmynd. Glöggir lesendur munu
geta séð vísi að tvenns konar þemum eða efniskjörnum í heftinu.
Annars hafa þessi þemu tilhneigingu til að verða dálítið rýr og tilviljana-
kennd. Að visu er Timaritið ekki þannig byggt að það rúmi neins konar
tæmandi úttektir á tilteknum viðfangsefnum. Umfjöllun hvers og eins þeirra fer
alveg eftir því hvað rekur á fjörurnar í önnum dagsins og hvaða greinar og
þýðingar það síðan eru sem tekst að arga inn í tæka tið til að fylla í skörðin. Þó
að slíkt geti blessast um nokkurt skeið eru þess háttar vinnubrögð auðvitað
óhæf til lengdar, það verður að gefast betri timi til að skipuleggja og afla efnis.
Þegar ég tek nú saman efnisyfirlit þessa árgangs sé ég að tímaskorturinn hefur
bitnað á ýmsu öðru; fjarri fer því t. a. m. að öllum athyglisverðum bókum hafi
verið gerð skil, hvað þá heldur öðrum fyrirbærum menningarlífsins. Ef menn
sakna einhverra efnisþátta eða þess að fólk af einhverju tilteknu tagi eða kyni
skuli ekki skrifa i ritið stafar það ekki af neins konar ritskoðun. Við undirbúning
þess sem átti að verða þriðja hefti þessa árs og átti að tengjast kvennaráðstefnum
ársins, sem ýmislegt stórmerkilegt lesefni mun hafa streymt frá, voru gerðar
óvenju víðtækar tilraunir til efnisöflunar, skrifað og hringt í allar áttir, en af
tækilegu efni kom aðeins ein grein og ein ádrepa. Og þegar ég nota orðið
tækilegur er átt við að greinar uppfylli kröfur um sæmilegan stil og læsilega
framsetningu, ekki „réttar“ skoðanir.
Þess skal getið að annríki hefur verið sérstaklega mikið á þessu ári, einkum
vegna mannaskipta i útgáfunni þannig aö Tímaritið hefur enn fremur en áður
orðið íhlaupaverkefni ritstjóra. Nú hefur okkur hins vegar fjölgað um einn og
vonir standa til að meiri tími gefist á næsta ári.
Þ.H.
258