Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 5
Svala Sigurleifsdóttir
Að hafa þetta svona
„Eg hef sólina að bakhjarli.
Frá upphafi mínu hefur ekkert breyst.
Auga mitt hefur engar breytingar leyft.
Eg ætla að hafa þetta svona.“
Þetta er lokaerindið í kvæðinu „Haukur á grein“ eftir Ted Hughes sem:
er fæddur í Englandi af konu sem var gifr trésmið i námubæ í Pennínafjöllum. Hughes
kynnisr bandaríska rithöfundinum Sylviu Plath i Cambridge, giftist henni 1956 og á
með henni tvö börn. Ted Hughes hefur næma tilfinningu fyrir náttúrunni og lifir sig
sérlega vel inn i dýrarikið (ef tillit er tekið til þess að hann hefur búið á malbikinu frá
unglingsárum) en tilfmnanlega skortir hann tilfinningu fyrir þeim manneskjum sem
hann umgengst. Börnin tvö annast Sylvia Plath eingöngu fyrstu árin og i fristundum
sinum, sem eru frá klukkan f)ögur til átta á morgnana, skrifar hún sina einu skáldsögu
„The Bell Jar“. Klukkan sú reynist glymja henni sjálfri þvi í febrúar 1963 skrúfar hún frá
gasinu. Ljóðið „Haukur á grein“ eftir Hughes má lita á sem eintal karls sem er ofarlega í
goggunarröð karlveldisins og jafnframt á umfjöllun um stöðu hans i þvi.
Eða er þetta ef til vill lokaerindið í kvæðinu „Haukur á grein“ eftir Ted Hughes
sem:
fæddist og ólst upp sem „trésmiðssonur i Jórvikurskiri i námubæ i Penninafjöllum. Það
hérað var til skamms tima afskekkt mjög og fólk lifði þar fábrotnu og frumstæðu lifi i
nánum tengslum við náttúruna. Áhrif þessa umhverfis eru greinileg i öllu sem Hughes
yrkir, ljóð hans einkennast fyrst og fremst af sterku og næmu náttúruskyni og cinstakri
innlifun i dýrarikið. Hughes sér lifið sem sifelld átök, miskunnarlausa baráttu þar sem
hinir sterku sýna algjört vægðarleysi." Kvæðið sem erindið hér að ofan er úr „er að formi
til eintal hauksins og lýsir stöðu hans i dýrarikinu með áþreifanlegum og sterkum
myndum, en er um leið opinberun á hugarfari harðstjórans í mannheimi, óhugnanleg
sálgreining á fasisma."
Mér sjáanlega er ekkert í þessu umrædda ljóði sem óumdeilanlega má greina sem
einskorðað við „óhugnanlega sálgreiningu á fasisma“. Hver er tilkominn með
að segja að ljóðið fjalli ekki um miskunnarleysi og óhugnað karlveldis? Ljóðið,
sem finna má í þýðingu Sverris Hólmarssonar á bls. 117 og 18 í fyrsta tölublaði
259