Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 17
A alþjóðlegri kvennaráðstefnu rutt úr vegi og ég stóð með öll mín skjöl í höndum. Flugvélin átti að fara kl. 9 næsta morgun. Rétt þegar ég var að stíga upp í flugvélina kom kona og gaf sig á tal við mig. Hún kynnti sig og sagðist vera frá innanríkisráðuneytinu. „Jæja frú, svo að þér fenguð vegabréfið yðar? Það gleður mig sannarlega. Þér eigið það vissulega skilið. Bara að ég gæti breytt mér í fugl og flogið með yður til Mexíkó!“ En að lokum lækkaði hún röddina og hvíslaði, leyndardómsfull á svipinn: „Frú, þér verðið að gæta vel að orðum yðar þarna fyrir handan, því á þeim getur oltið hvort yður verður leyft að koma hingað aftur. Svo þér skuluð láta vera að tala um suma hluti. . . hugsið vel áður en þér talið. Og umfram allt verðið þér að hugsa til barnanna yðar sem þér skiljið hér eftir. Ég er bara að gefa yður góð ráð . .. Svo óska ég yður innilega góðrar ferðar.“ Þegar ég hugsaði um ábyrgð mína, í senn sem móðir og verkalýðsforingi, fannst mér allt í einu að verkefni mitt í Mexíkó væri næstum ofraun. Mér fannst ég milli steins og sleggju. En ég var samt staðráðin í að bregðast ekki félögum mínum, körlum og konum, né því verkefni sem þau höfðu falið mér. Við flugum frá La Paz til Lima, síðan til Bogota og loks til Mexíkó. Meðan á ferðinni stóð sat ég og hugsaði margt. Eg hugsaði um að aldrei hefði mig dreymt um að ferðast með flugvél, og alls ekki til svo fjarlægs lands sem Mexíkó. Stundum vorum við svo fátæk að við áttum ekki matarbita — bara hugsunin um að ferðast innan lands hefði verið fráleit. Ég minntist þess að ég hafði alltaf óskað þess að kynnast mínu eigin landi, hverju héraði, hverri sveit, og hér sat ég nú á leiðinni til fjarlægs, ókunnugs lands. Ég varð djúpt snortin, bæði glöð og angurvær í senn. Hvað ég vildi óska að félagar mínir heima hefðu átt kost á slíku! Um borð í flugvélinni töluðu allir einhver erlend mál, þau töluðu og hlógu, drukku, spiluðu á spil. Ég gat ekki talað við neitt þeirra. Mér fannst ég vera ósýnileg. Þegar við millilentum í Bogota kom kona frá Uruguay um borð, hún var líka á leið á kvennaráðstefnuna. Þá hafði ég loksins einhvern að tala við. Þegar við komum til Mexíkó tóku á móti okkur skarar af ungu fólki sem virtist geta talað öll mál. Þeir spurðu hverjir af farþegunum væru á leið á kvennaársráðstefnuna, sáu um að koma okkur í gegnum tollinn og vísuðu okkur á hótel sem ég flutti strax inn á. Eg vissi þegar af frásögn blaða í Bólivíu að Kvennaársráðstefnan væri í tvennu lagi, opinber ráðstefna, sem var fyrir fulltrúa ríkisstjórnanna og óopinber ráðstefna þar sem þátt tóku fulltrúar frá öðrum stofnunum og samtökum. 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.