Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 19
Á alþjóðlegri kvennaráðsteftiu
lesbískar konur. Umræðurnar voru þar sífellt á sömu nótunum, að þær væru
stoltar og glaðar yfir að elska aðrar konur o. s. frv.
Þetta vakti ekki áhuga minn. Og mér fannst alveg óskiljanlegt að eyða öllu
þessu fé í að ræða þess háttar efni í opnu umræðunni. Heima átti ég mann sem
vann i námunni hvern dag og gætti barnanna minna sjö. Ég hafði ferðast frá
landi mínu til að segja frá öllu sem þar gerist og til að heyra hvað aðrar gætu sagt
um arðránið í öðrum löndum og fá sjálf hugmyndir og hvatningu frá þeim sem
þegar hafði tekist að varpa af sér okinu. Og það fyrsta sem mætir mér svo eru
vandamál af allt öðru tagi. Mér féll allur ketill í eld.
I öðrum fundarsölum stóðu konurnar upp og sögðu: Það eru karlmennirnir
sem eru böðlar okkar, það eru þeir sem efna til styrjalda, finna upp kjarnorku-
vopn, og þeir líma konurnar við sig. Þess vegna er mikilvægast og brýnast að
berjast við karlmennina. Ef karlmaðurinn á tíu ástkonur verður konan líka að
eiga tíu elskhuga. Ef karlinn eyðir öllu sínu fé í skemmtanir og gleðskap á konan
að gera það sama. Og það er ekki fyrr en þessu marki er náð sem karl og kona
geta tekist í hendur og barist fyrir frelsun lands síns og bættum lífskjörum
öllum til handa.
Það varð mér mikið áfall hversu margir þessara kvennahópa höfðu þvílíka
afstöðu og brutu heilann um þess háttar efni. Það eru engar ýkjur að segja að við
töluðum gerólík tungumál. Mér var ljóst að það yrði erfitt að fá að taka til
máls í aðalráðstefnusalnum og yfirleitt var strangt efdrlit haft með því hverjar
máttu tala og hversu lengi.
Svo náði ég sambandi við hóp kvenna frá Rómönsku Ameríku og okkur
tókst að brjótast í gegnum hindranirnar. Við sögðum frá vandamálum okkar,
sem eru hin sömu í öllum ríkjum á meginlandinu, um það hvernig við
berðumst fyrir málefnum kvenna og um lífsviðurværi mikils meirihluta kvenna
í Rómönsku Ameríku. Við sögðum líka að frá okkar sjónarmiði væri langstærsti
vandinn fólginn í því þjóðfélagskerfi sem við byggjum við og sem við yrðum að
reyna að breyta, hvað sem það kostaði. Mikilvægast væri ekki að berjast við
menn okkar heldur byggja saman það samfélag þar sem bæði karlar og konur
ættu rétt til mannsæmandi lifs, atvinnurétt og félagsleg réttindi.
í upphafi tók maður ekki svo mikið eftir þeim hömlum sem voru settar á það
hver sagði hvað á ráðstefnunni. En eftir þvi sem á leið og tillögurnar sáu dagsins
ljós varð þetta æ skýrara. Það var t. d. augljóst hvemig þær konur sem höfðu
áhuga á vændi, fæðingatakmörkunum og öllu því reyndu að snúa umræðunum
þannig að þetta yrðu meginviðfangsefnin. Okkur hinum þóttu þetta líka
mikilvæg vandamál, en ekki þau mikilvægustu.
TMM 18
273