Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 24
Tímarit /VIá/s og menningar
Ég sjálf fyrirvarð mig fyrir þá tilhugsun að ég hefði ekki metið visku fólksins
míns að verðleikum — fyrr en nú. Sjáið nú t. d. sjálfa mig. Ég hef ekki gengið í
háskóla, ég hef ekki einu sinni átt kost á að ganga í menntaskóla, og ég er hvorki
útlærður kennari, lögfræðingur, sagnfræðingur eða prófessor. . . Hvernig gat
mér þá tekist að standa mig á þessari ráðstefnu? Jú, ég hafði bara sagt frá öllu því
sem ég hafði heyrt fólkið mitt segja alveg síðan ég var barn. Þv'í sem ég hafði
heyrt frá foreldrum mínum, félögum og leiðtogum. Eg sagði frá því sem ég
hafði sjálf séð úti meðal fólksins, því ég hafði gengið í þann skóla sem var bestur
allra, skóla lífsins. Ég táraðist við tilhugsunina um það hvað þetta fólk mitt væri
vanmetið.
Við konur frá Rómönsku Ameríku fjölrituðum skjal með sjónarmiðum
okkar um hlutverk kvenna í þróunarlöndunum og önnur efni sem okkur þótti
nuuðsynlegt að segja álit okkar á. Þetta skjal kom í blöðunum.
Yfirleitt var mjög gagnlegt fyrir mig að hitta konur frá öðrum löndum sem
búa við pólitiska kúgun og misrétti, t. d. landflótta bólivískar konur og konur
frá Argentínu, Uruguay og Chile sem höfðu svipaða reynslu og ég, höfðu sætt
fangelsisvist og pyndingum o. s. frv.
Mér finnst sjálfri að ég hafi uppfyllt þær skyldur sem félagar mínir lögðu mér
á herðar, karlar og konur í Siglo Veinte. Mér tókst að vekja athygli fólks úr
öðrum löndum á ástandinu í Bólivíu. Og það varð mér mikils virði að komast
að þvi hve margar viðstaddar konur voru virkir þátttakendur í frelsun kúgaðra í
sínum löndum.
Eg held líka að það hafi verið mikils virði fyrir mig að fá það enn og aftur
staðfest í þessum kynnum af meira en 5.000 konum að hagsmunir borgara-
stéttarinnar og okkar fara ekki saman.
Þ. H. þýddi.
278