Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 26
Tímarit Máls og menningar
Eftirfarandi er úr bréfi frá svörtum verkamanni til finnsks trúboða:
„Guð samþykkir ekki upplausn hins kristna hjónabands. Við skilj-
um ekki hvers vegna við fáum ekki að sjá konurnar okkar í tólf
mánuði. Þetta veldur okkur miklum söknuði. Börnin okkar hætta
að þekkja okkur. Ég skildi pínulítið barn eftir heima og þegar ég
kem aftur segir það kannske við móður sína: „Hver er þessi skrýtni
kall?“ Mér líður illa útaf þessu.“
kvennanna varð eftir. Þessi kynjaaðskilnaður er hluti af útsmognu arðráns-
skipulagi suðurafrísku stjórnarinnar, eins og fram kemur hér á eftir.
Vinna svörtu sveitakvennanna úti á verndarsvæðunum viðheldur hagkerfi
hvítu minnihlutastjórnarinnar og hún er einnig notuð til að réttlæta það.
Verkamannalaun eru afar lág og ekki miðuð við að menn þurfi að framfæra
fjölskyldu. Sú röksemd er notuð til að halda laununum niðri, að konan og
börnin sjái fyrir nauðþurftum sínum úti í sveitunum.
Laun verkamannsins duga þannig rétt til að halda lífinu í honum sjálfum.
Fjölskyldan heima, sem venjulega er á hungurmörkunum, neyðist til að senda
synina út í námurnar strax og þeir hafa aldur til. Vinnudagur sveitakvennanna
er langur og erfiður. Auk þess að sjá um fæðuöflun fyrir fjölskylduna þurfa þær
að bera vatn að langar leiðir og tína saman eldivið.
Kúgun kvennanna er ekki einungis fólgin í gifurlega mikilli og erfiðri vinnu,
heldur einnig því dlfinningalega álagi sem fylgir því að þurfa að sjá af eigin-
mönnum, feðrum og sonum að heiman og verða að annast einar uppeldi
barnanna. Þær sem eiga eiginmenn í borgunum fá ekki að heimsækja þá nema
endrum og eins. Slík leyfi eru aldrei veitt oftar en tvisvar á ári og þau eru mæld
í klukkustundum. Síðan 1977 hefur aldrei verið gefið lengra heimsóknarleyfi en
72 klukkustundir í senn.
Lögum samkvæmt eru verndarsvæðin undir „vernd“ ríkisins. í raun hefur
þetta þýtt að fjölskyldurnar sem búa þarna geta hvenær sem er átt von á því að
landið sem heldur '\ þeim lífinu verði tekið af þeim, til dæmis ef einhver
hvítur maður fær áhuga á því. Þær hafa til dæmis ekki rétt til að eiga eignir. Við
skilnað eða fráfall eiginmanns (föður eða bróður, séu þeir löglegir eigendur
landsins) missir konan lagalegan rétt yfir landareigninni. Þetta sviptir þær að
sjálfsögðu mikilvægu afkomuöryggi. Auk þess að sjá einar um þölskylduna
vofir landmissir stöðugt yfir. Hópar þeirra kvenna sem hvorki eiga land né
280