Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 28
Tímarit Máls og menningar Þarna eru mörg fjögurra herbergja hús með snyrtingu í hverju húsi. í hverju herbergi búa tvær konur. Þær draga fram lífið með verk- smiðjuvinnu og heimilishjálp eða skrifstofuvinnu. Þarna eru konur utan frá verndarsvæðunum með tímabundið búsetuleyfi og konur sem hafa flosnað upp úr húsnæði sínu í borginni — fráskildar konur, ekkjur, einstæðar mæður og foreldralausar stúlkur og stúlkur sem eru of gamlar til að fá að búa hjá foreldrum sínum. Karlmenn mega ekki koma inn í húsin og svæðið er girt með gaddavír. Mæður fá ekki að búa þarna með börn sín, þau eru tekin af þeim og send út á verndarsvæðin jafnvel þótt þar sé enginn skyldur að taka við þeim. Margar afrískar konur búa ólöglega í þéttbýlinu með börn sín og lifa í stöðugum ótta við að upp um þær komist. mega konurnar ekki hafa börnin með sér og þær eru látnar vinna alltof langan vinnudag. Landeigendurnir þurfa nefnilega ekki að fara eftir neinum atvinnu- lögum, hvorki varðandi kaup né vinnutíma, og lágu launin eru réttlætt með því að séð sé fyrir börnum þeirra heima hjá öðrum fjölskyldumeðlimum meðan konurnar eru í vinnu. Þessi röksemdafærsla verður sífellt óraunhæfari. Konan fær lægri laun en maðurinn þó að hún þurfi að sjá fyrir börnunum. Þetta þýðir að eldri konur í fjölskyldunni verða að hlaupa undir bagga með henni ef börnin eiga að lifa af. Suðurafrísk yfirvöld nota öll ráð til að mergsjúga sveitafólkið. Atvinnu- rekendur komast upp með að greiða farandverkamönnum laun sem tæpast halda lífinu í þeim sjálfum vegna ólaunaðra starfa allra mæðranna, systranna og eiginkvennanna, sem sjá um endurnýjun vinnuaflsins fyrir þá, úti i sveitunum. Vegna þess hvað þessari hringrás er haganlega fyrir komið, er suðurafriskur stórlandbúnaður geysilega arðbær atvinnugrein. Lög um búsetu Þó að atvinnurekendur flytji svart vinnuafl inn á þéttbýlissvæðin (hvítu svæð- in) i miklum mæli er ekki þar með sagt að því fólki sé leyft að búa þar til langframa. Búsetulögin miða að þvi að gera atvinnurekendum kleift að flytja fólk búferlum hvenær sem þeim þykir þurfa. Á þennan hátt geta þeir sótt sér vinnuafl þar sem þörf er á, losnað við þá sem eru óþarfir og brotið upp alla samstöðu verkafólksins hvar sem hún verður til. 282
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.