Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 29
Landbúnaðarverkakonur í Suður Afríku „Bantú fólkið kann vel við flutninga og því finnst gott að búa á nýju svæðunum“. P. W. Botha, Star 21. nóv. 1969. „Öll þessi nýju svæði eru talandi dæmi um það hversu vel heppnuð og réttmæt aðskilnaðarstefnan er.“ Ur ræðu frambjóðanda í embætti Bantúmálaráðherra í þinginu 4. febrúar 1969. Bantú lögin (Bantu Laws Amendment of 1964) voru sett 1964. í 10. grein þeirra er fjallað um rétdndi fólks til fastrar búsetu. Þeir sem eru faeddir á þéttbýlissvæðunum og hafa alið þar allan sinn aldur eiga rétt á fastri búsetu þar. Það er ekki óalgengt að börn missi þennan rétt af þeim sökum einum að þau hafi verið send um stundarsakir út í sveit til ættingja sinna á meðan móðirin var að vinna. Þeir sem hafa unnið í tíu ár fyrir sama atvinnurekanda á ákveðnum stað fá þar föst búseturéttindi og einnig þeir sem hafa búið löglega i 15 ár á sama stað. Menn sem hafa setið í fangelsi lengur en i 6 mánuði missa þessi réttindi. Farandverkafólk sem kemur inn á þéttbýlissvæðin fær aðeins leyfi til að búa þar á meðan atvinnusamningurinn gildir. Konur manna sem hafa réttindi til fastrar búsetu verða að hafa komið löglega inn á svæðið til að fá leyfi til að búa þar, það er á einhvers konar atvinnusamn- ingi. Ef hjón ætla að búa saman verða þau að komast yfir húsnæði sem sérstaklega er ætlað giftu fólki. Það er mjög erfitt að komast yfir þess konar húsnæði og flestir verkamennirnir búa i yfirfullum karlabröggum. Ef svört hjón vilja komast í löglegt hjónahúsnæði þurfa þau að skrá sig á biðlista. Venjulega þurfa þau að bíða í 4 — 5 ár, en oft miklu lengur. En ef þetta tekst nú að lokum er ekki þar með sagt að fjölskyldan sé sameinuð á ný, því að í mörgum tilfellum er bannað að vera með börn í húsunum. Ef konan missir manninn sinn eða skilur er hún gersamlega réttindalaus nema hún uppfýlli öll lagaákvæði um föst búseturéttindi, eða eigi son yfir 21 árs aldri sem uppfyllir þau. Fráskilin kona með réttindi getur fengið að búa áfram í húsnæðinu eftir skilnað ef maðurinn samþykkir það. Þá þarf hún að hafa umráðarétt yfir börnunum og geta sannað að skilnaðurinn hafi ekki verið henni að kenna. Einnig þarf hún að votta að hún muni geta greitt leiguna skilvíslega. 283
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.