Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 44
Tímarit Máls og menningar allir ókunnugir. Eiginlega voru bræður mínir einu karlmennirnir sem máttu sjá mig blæjulausa! Oft kom það fyrir að hann læsti mig inni í húsinu. Til allrar hamingju gat ég komist út á veröndina. Það var reyndar eini möguleikinn sem við nágrannakonurnar höfðum til að anda að okkur fersku lofti og ræða okkar á milli. Við trúðum hver annarri fyrir leyndarmálum og röktum vandamál okkar. Þannig kynntumst við vin- áttunni. Það var erfitt fyrir okkur að þegja yfir leyndarmáli. Við höfðum þörf fyrir að tala, segja frá. Því áttum við stefnumót á hverjum eftirmið- degi úti á veröndinni. Samsektin tengdi okkur saman. Við hittumst einnig oft í baðhúsinu. Á þeim stað leið okkur betur. Þar var ekkert sem skildi okkur að. í hálfrökkrinu snertust líkamir okkar af og til. Það var okkar leikur. Morgnarnir voru helgaðir eldhússtörfunum. Tímunum saman hamaðist ég kengbogin. Við höfðum ekki yfir neinum nýtískuþægindum að ráða í þá daga. Ó, hvað við höfum ekki mátt þola í þessum eldhúsum! Sá staður heimilisins var alltaf illa skipulagður. Engin hagræðing. Engin skynsemi. Með daglegum húsverkum sannaði ég kostgæfni mína sem kona/eiginkona. Hlýðin og undirgefin mælti ég ekki orð frá munni. Ég eldaði góðan mat. Eg keppti við móður mína á því sviði. Það var ég sem hafði náð yfirhöndinni og bjó til bestu réttina. Ég kappkostaði að næra manninn minn eins og framast var kostur. Eg þorði ekki að setjast til borðs með honum. Ég þjónaði honum fyrst. Maðurinn minn borðaði vel. Hann át með velþóknun. Hann hrósaði mér aldrei. Eg borðaði á meðan hann svaf eftirmiðdagsblundinn, en ég kom litlu niður: þreytan tók frá mér matarlystina. Stundum gerði ég hlé á máltíðinni til að hita handa honum te. Nei, mig langaði aldrei til að drepa hann. Ég hefði getað gert það. En ég var hrædd. Ég óttaðist Guð. Það er bannað að drepa. Nei, í sannleika sagt langaði mig aldrei til að drepa hann. Nei, ég hefði ekki getað gert það . . . Einu sinni gleypti hann fiskbein sem stóð þversum í hálsinum á honum. Svo virtist sem hann ætlaði að hrökkva upp af. Augun urðu rauð og svo útstæð að engu var 298
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.