Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 46
Karen Blixen
Hringurinn
Einn góðan veðurdag fyrir hálfri annarri öld héldu ungur gósseigandi og
kona hans í gönguför um jörð sína.
Þau höfðu verið gift í eina viku. Þeim hafði ekki reynst auðsótt að
eigast, því að fjölskylda hennar var tignari og auðugri en hans. En unga
fólkið — sem nú var tuttuguogþriggja og nítján ára — hafði elskast allt frá
bernsku, — að lokum höfðu eðalbornir foreldrar hennar, hreyknir af
auðlegð sinni, orðið að gefast upp.
Ungu hjónin voru gæfusamari en orð fái lýst. Nú var lokið skamm-
vinnum stolnum stundum og társtokknum bréfsnuddum. Nú voru þau
eitt fyrir Guði og mönnum, þau gátu haldist í hendur opinskátt frammi
fyrir veröld allri og ekið brott í sama vagni og þannig ætluðu þau að
ganga og aka til æviloka. Paradísin fjarlæga og óhöndlanlega hafði stigið
til jarðar niður, og í ljós hafði komið það kynlega og dýrlega að hún hafði
að geyma skoplítil fyrirbæri hvunndagsins: leik og látalæti, morgunkaffi
og kvöldte, hesta og hunda, völt heyæki og þrumuskúrir og regnboga.
Konráð, eiginmaðurinn ungi, hafði hátíðlega heitið sjálfum sér því, að
héðan í frá skyldi fótur elskunnar hans aldrei steyta við steini og á brautir
hennar skyldi aldrei bera skugga. Lovísa, unga konan — sem vinir hennar
kölluðu Lísu — fann að hún var í fyrsta skipti á ævi sinni frjáls eins og
fuglinn í heiðloftinu, því að héðan í frá var óhugsandi að hún dyldi bónda
sinn neins.
Þetta nýja og einfalda sveitalíf á búgarðinum töfraði Lísu og færði
henni unað dag frá degi. Margsinnis dag hvern varð hún að stansa á för
sinni um húsið og hlæja að áhyggjum bónda síns út af því að tilveran sem
hann hefði upp á að bjóða sæmdi henni ekki. Ekki var ýkjalangt síðan
hún hafði leikið sér að brúðum —, þegar hún burstaði nú sjálf fagurt hár
sitt, lagaði til í línskápnum sinum og setti blóm sín í vatn var hún allt í
einu endurko'min í gæfuheim bernskunnar: allt var gert af djúpri, strangri
300