Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 47
Hringurinn alvöru og hátíðlegri gát, og alltaf var manni einkar ljóst að þetta var leikur. Þetta gerðist dýrlegan júnímorgun. Léttir, hvítir skýjaflókar svifu hátt á himni, og loftið var þrungið léttri, sætri angan. Lísa var í hvítum, skírum kjól og hafði á sér stóran ítalskan stráhatt með bláum böndum. Hún og bóndi hennar gengu rómantíska bugðótta leið gegnum jurta- garðinn og skemmtigarðinn, hann varð að stíg sem lá yfir engið milli lunda með stórum trjám, yfir læk og fram með litlum skógi, út að kvíunum. Konráð hafði einsett sér að sýna Lísu kindurnar sínar í dag. Því hafði hún einnig aldrei þessu vant skilið litla gráa hundinn sinn, Bísjú, eftir heima, því að hann myndi gelta að lömbunum og lenda vísast í illdeilum við fjárhundana. Konráð var einkar hreykinn af fénu á bænum, hann hafði lært sauðfjárrækt í Mecklenburg og í Englandi, og hafði flutt inn Cotswold-hrúta og þýska hrúta til þess að kynbæta hjörð sína. Á leiðinni spjallaði hann um allt það sem í þessu framtaki gæti falist og erfiðleikana margvíslegu við konu sína. Hún gekk við hliðina á honum og fylgdist vel með. Hún hugsaði: „Mikið er hann greindur og lærður! En hvað hann veit skil á mörgu.“ Og samtímis: „Skelfingar barn er hann, hreinasta kornabarn — hann með þessar kindur sínar! Eg er hundrað árum eldri en hann.“ En þegar þau komu að kvíunum kom gamli þýski fjárhirðirinn Matt- hías á móti þeim með sorgarfréttir. Tvö af þýsku lömbunum höfðu drepist og þrjú í viðbót voru veik. Lísa skildi að þessi tíðindi fengu á bónda hennar, meðan hann hlustaði og spurði gamla manninn stóð hún þögul og þrýsti arm hans aðeins hlýlega. Tveir drengir voru sendir til þess að sækja veiku lömbin í fjárhúsin. Meðan húsbóndinn og hirðirinn á bænum biðu þeirra ræddu þeir atburðarásina alla. Það stóð lengi. Lísa fór að líta í kringum sig og hugsa um annað. Tvívegis roðnaði hún af hugsunum sinum, hægt og unaðslega, eins og rós, síðan hvarf bjarminn fíngerði aftur af andliti hennar, — og mennirnir tveir héldu áfram að tala um sauði. Skömmu síðar veitti hún umræðuefni þeirra athygli. Þeir voru farnir að tala um sauðaþjóf. Þjófurinn sem þeir nefndu hafði margsinnis síðustu mánuði brotist 301
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.