Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 47
Hringurinn
alvöru og hátíðlegri gát, og alltaf var manni einkar ljóst að þetta var
leikur.
Þetta gerðist dýrlegan júnímorgun. Léttir, hvítir skýjaflókar svifu hátt
á himni, og loftið var þrungið léttri, sætri angan. Lísa var í hvítum,
skírum kjól og hafði á sér stóran ítalskan stráhatt með bláum böndum.
Hún og bóndi hennar gengu rómantíska bugðótta leið gegnum jurta-
garðinn og skemmtigarðinn, hann varð að stíg sem lá yfir engið milli
lunda með stórum trjám, yfir læk og fram með litlum skógi, út að
kvíunum. Konráð hafði einsett sér að sýna Lísu kindurnar sínar í dag. Því
hafði hún einnig aldrei þessu vant skilið litla gráa hundinn sinn, Bísjú,
eftir heima, því að hann myndi gelta að lömbunum og lenda vísast í
illdeilum við fjárhundana. Konráð var einkar hreykinn af fénu á bænum,
hann hafði lært sauðfjárrækt í Mecklenburg og í Englandi, og hafði flutt
inn Cotswold-hrúta og þýska hrúta til þess að kynbæta hjörð sína. Á
leiðinni spjallaði hann um allt það sem í þessu framtaki gæti falist og
erfiðleikana margvíslegu við konu sína.
Hún gekk við hliðina á honum og fylgdist vel með. Hún hugsaði:
„Mikið er hann greindur og lærður! En hvað hann veit skil á mörgu.“
Og samtímis: „Skelfingar barn er hann, hreinasta kornabarn — hann með
þessar kindur sínar! Eg er hundrað árum eldri en hann.“
En þegar þau komu að kvíunum kom gamli þýski fjárhirðirinn Matt-
hías á móti þeim með sorgarfréttir. Tvö af þýsku lömbunum höfðu
drepist og þrjú í viðbót voru veik. Lísa skildi að þessi tíðindi fengu á
bónda hennar, meðan hann hlustaði og spurði gamla manninn stóð hún
þögul og þrýsti arm hans aðeins hlýlega. Tveir drengir voru sendir til þess
að sækja veiku lömbin í fjárhúsin. Meðan húsbóndinn og hirðirinn á
bænum biðu þeirra ræddu þeir atburðarásina alla.
Það stóð lengi. Lísa fór að líta í kringum sig og hugsa um annað.
Tvívegis roðnaði hún af hugsunum sinum, hægt og unaðslega, eins og
rós, síðan hvarf bjarminn fíngerði aftur af andliti hennar, — og mennirnir
tveir héldu áfram að tala um sauði.
Skömmu síðar veitti hún umræðuefni þeirra athygli. Þeir voru farnir
að tala um sauðaþjóf.
Þjófurinn sem þeir nefndu hafði margsinnis síðustu mánuði brotist
301