Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 50
Tímarit Má/s og menningar
innganginn í helgidóminn, síðan hélt hún inn í skóginn.
Hún gætti þess vandlega að láta ekkert í sér heyra og gekk undur-
gætilega, skref af skrefi. Kvistur festist í skrautleggingu á kjólnum hvíta,
hún losaði sig varlega og gætti þess vel að brjóta hann ekki. Grein festist
i síðum, gullnum lokkum hennar, hún stansaði, lyfti handleggjum og
losaði hana gætilega.
Innar í skóginum varð jarðvegurinn mjúkur og rakur, létt fótatak
hennar heyrðist þar alls ekki. Með annarri hendi þrýsti hún vasaklútnum
að vörum sér, líkt og hún væri að leggja áherslu á að þetta væri leyniferð.
Hún kom að staðnum sem hún leitaði og beygði sig til þess að greina
sundur laufið þétta og opna dyrnar að skógarrjóðrinu sínu græna. Þá steig
hún í faldinn á kjólnum og beygði sig til þess að losa hann. Þegar hún leit
upp aftur horfði hún beint framan í karlmann sem þegar var inni í
felustaðnum.
Hann stóð teinréttur, tvö skref frá henni. Hann hlaut að hafa fylgst
með henni meðan hún stefndi til hans gegnum runnana.
Hún virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja á svipstundu. ^Hann var
ógnarlegur á að líta. Andlit hans var lemstrað og rispað, hendur hans voru
flekkaðar leir og blóði. Hann var tötrum klæddur, berfættur, og klútar
undnir upp eftir berum fótleggjum. Vinstri handleggur hans lafði niður
með hliðinni, þeim hægri beindi hann fram og hnefinn var krepptur um
skefti á löngum hnífi. Þau voru á svipuðum aldri. Pilturinn og unga
stúlkan störðu hvort á annað.
Þessi fundur í skóginum var frá upphafi til loka dauðahljóður, ekkert
orð var sagt. Það sem gerðist á meðan verður aðeins skýrt með lát-
bragðsleik. Hjá þeim sem tóku þátt í látbragðsleiknum leið tíminn ekki,
samkvæmt klukku hélst leikurinn 4 mínútur.
Hún hafði aldrei á ævi sinni verið í hættu. Hún reyndi ekki að átta sig
á aðstöðu sinni eða meta hana þessa stund, eða ímynda sér hversu langan
tíma það tæki hana að hrópa á bónda sinn eða Matthías sem hún heyrði
einmitt þá kalla á hundana. Hún virti fyrir sér manninn andspænis eins
og hún hefði virt fyrir sér óvæntan skógardjöful: það er ekki háskinn og
ógnin sem hann kann að flytja með sér, heldur sjálf birting hans sem
breytir heimi þess manns sem mætir honum.
304