Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 51
Hringurinn Þótt hvorugt þeirra liti af andliti hins, greindi hún, líkt og með öðru skilningarviti að lundurinn græni hafði breyst í villidýrsbæli síðan seinast. Skógarsvörðurinn var traðkaður, þar voru pokar í náttbóli og nöguð bein eftir máltíð, og hér hlaut að hafa verið kveiktur eldur að nóttu, því að um svörðinn allan var aska og kulnuð viðarkol. Eftir stundarbil varð henni ljóst að sá sem hún einblíndi á grandskoð- aði hana á sama hátt. Þessi andartök var hann ekki eitt saman villidýr á flótta, einn gegn öllum, loksins fundinn og við öllu búinn, — hann virti hana fyrir sér. Um leið og henni varð þetta ljóst, sá hún sjálfa sig augum hans, veruna hvítklæddu sem nálgaðist hægfara og hljóðlát og gat verið dauðinn. Loks hreyfði hann sig. An þess að lyfta handleggnum sneri hann hægri úlnlið sínum stillilega og hnífnum í hægri hendi upp á við svo að oddurinn á hnífsblaðinu vissi beint að barka hennar. Hreyfmgin var fráleit, óskiljanleg. Hann brosti ekki meðan hann hreyfði höndina en nasir hans og munnvik titruðu. Síðan vék hann hendinni jafn hæglátlega í fyrra horf og þrýsti hnífnum í slíðrið við belti sitt. Hún hafði ekki með sér neinn skartgrip eða neitt dýrmæti nema giftingarhringinn sem bóndinn hafði dregið á fingur henni fyrir framan altarið viku áður. Hún dró hann af fingri sér og missti um leið vasaklút- inn á jörðina. Hún rétti honum höndina og hringinn. Hún var ekki að biðja sér lífs eða semja um það. Hún var ókvalráð að eðlisfari og skelfingin sem gagntók hana var ekki tengd neinni umhugs- un um það hvað hann gæti gert henni. Hún skipaði honum, hún særði hann að viðlögðum hringnum í hendi sér, að hverfa eins og hann hafði birst, — uppræta ógn úr lífi hennar, svo að skelfinguna yrði aldrei, aldrei framar að finna. Þessi þögla hreyfing færði hvítklæddu ungu verunni sama alvöruþrungna myndugleik og presti er gefinn, er hann rekur brott illan anda með helgu tákni og kveður hann niður úr mannheimi, í myrkur. Hann teygði hönd sína varlega að hennar, fingurgómar hans snurtu fingurgóma hennar, og fingur hennar titruðu ekki við snertinguna. En hann tók ekki hringinn. Um leið og hann sleppti féll hringurinn til jarðar eins og vasaklúturinn áður. TMM 20 305
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.