Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 53
Hringurinn
„Hvaða hring?“ spurði hann.
Hún svaraði: „Giftingarhringnum mínum“.
Um leið og hún heyrði sjálfa sig segja orðin skildi hún hvað í þeim
fólst.
Giftingarhringnum. — „Með þessum hringi vígist ég þér“. Með
þessum hringi — sem annar hafði sleppt og hinn hafði sparkað — hafði
hún vígst einhverju. Hverju? Fátæktinni, útlegðinni, einverunni algeru.
Syndum og raunum alheimsins.
Og það sem Guð hefur saman tengt skulu menn ekki sundur skilja.
„Ég skal skrifa eftir öðrum hring handa þér,“ sagði bóndi hennar, „við
erum óbreytt frá brúðkaupsdegi okkar. Hann getur komið í stað hrings-
ins sem þú týndir, við erum öngvu að síður hjón.“
Andlit hennar var svo kyrrt að hann vissi ekki hvort hún hefði heyrt til
hans eða ekki. Það snart hann að hún skyldi taka svona nærri sér að týna
hringnum hans. Hann lyfti hendi hennar að munni sér og kyssti hana.
Hún var köld, þetta var ekki sama hönd og hann hafði kysst síðast. Hann
stansaði til þess að stöðva hana með sér, svo að hann gæti kysst andlit
hennar.
„Manstu hvenær þú varst síðast með hringinn?" spurði hann þegar
hann hafði kysst hana.
„Nei,“ svaraði hún.
„Getur þú hugsað þér,“ spurði hann enn til þess að sýna henni
hluttekningu sína, „hvar þú kannt að hafa týnt honum?“
„Nei,“ svaraði hún, „það get ég öldungis ekki hugsað mér.“
Magnús Kjartansson sneri.
307