Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 59
Maður dottar í matartímanum
Manninum tókst ævinlega að leysa verkefnið: hann sá hvernig mynd-
irnar breyttust. Sérhver breyting var með sínum sérstaka hætti, og allar
breytingarnar voru þannig að bókstafir röðuðust á ruglingslegan hátt á
myndirnar, án skiljanlegrar merkingar. Fyrst var myndin í sinni hreinu
stílfegurð, en á næstu síðu hafði lesmálið og bókstafirnir gert innrás í
myndina með þeim hætti að myndin var óskiljanleg. Eða kannski þurfti
nýtt, alveg óþekkt vit til að skilja jafn mikla gjörbreytingu.
Maðurinn þoldi þessa raun án mikillar áreynslu. Athyglisgáfa hans var
næm. Einhverra hluta vegna hvarflaði að honum sá grunur að á eftir
þessu hæfnisprófi yrði hann sendur til starfa í verksmiðju. Þó fannst
honum hann fremur hafa lent í þraut en prófi.
Eg hef eflaust tekið hæfnispróf og hef staðið mig vel, hugsaði maður-
inn. Nú er ég fær í flestan sjó.
í sömu svifum átti einhver vera leið fram hjá honum. Maðurinn leit
glaður í bragði til verunnar og sagði, líkt og hann hefði lesið hugsanir
skuggans.
Líkami mannsins er ekkert annað en lítt eða ókönnuð verksmiðja.
Konan greip laust um olnboga mannsins, leiddi hann inn í herbergi og
ýtti honum mjúklega á stól, og hún sagði:
Hugsaði nú um þetta: Hvað eru tuttugu mínútur?
Konan sagði þetta fremur blíðlega og hvarf frá manninum.
Maðurinn braut heilann um spurningu konunnar. Hvað eru tuttugu
mínútur? Eru tuttugu mínútur aðeins tími sem líður á tuttugu mínút-
um?
Manninum gafst gott tóm til að hugsa. Nú áleit hann að mínútur
gætu verið æði margt. Maðurinn braut heilann um tuttugu mínútur í
tuttugu mínútur. Þegar tuttugu mínútna umhugsunarfresd var lokið
kom konan aftur í fylgd prests. Maðurinn vissi þá að tuttugu mínútur er
sá tími sem fangi fær til að hugsa í einrúmi um ævi sína áður en hann er
tekinn af lífi.
Presturinn lagði svala fingur á enni mannsins. Maðurinn fann svalann,
og honum varð hugsað um sólskin. Hann hugsaði hvað það væri gott að
vera kominn aftur til fæðingarbæjarins, þótt það væri aðeins í draumi og
draumurinn væri örlítil mynd af broti af sál hans.
313