Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 65
Atinað lndókínastríð Bandarikjamanna
talstöðvum. Þetta er miðstöð Kampútísku neyðarhjálparinnar (Kampuchea
Emergency Group, KEG), en umsvif hennar hafa einhvern veginn farið framhjá
annars tæmandi úttekt fjölmiðla á hjálparstarfi í landamærahéruðunum.
Starfsmenn KEG eru tengdir bandaríska sendiráðinu í Bangkok og gefa skýrslu
ýmist til utanríkisráðuneytisins, USAID eða CIA, að ógleymdum Morton
Abramowitz ambassador, sem var áður Kínasérfræðingur varnarmálaráðu-
neytisins. Fyrir tveimur árum var hann látinn leysa af hólmi Charles Whitehouse,
mann hlynntan friðsamlegri sambúð við Víetnam. Dagblað í Bangkok skýrði
mannaskiptin þannig:
Eins og fortíð Abramowitz ber með sér er hann eina von Bandaríkja-
stjórnar í viðleitni hennar að ná samstarfi við Kínverja og hefta sovésk og
víetnömsk áhrif í Suðausturasíu.
Bæði skipun Abramowitz og stofnun KEG voru verk Zbigniews Brzezinski,
öryggismálafulltrúa Carters forseta sem er orðinn ótvíræður arftaki Kissingers
sem helsti stríðsfrömuður vestrænna ríkja. Hann er frumkvöðull þess Indó-
kínastríðs sem nú geysar og útheimtir hvorki amerískt blóð, B-52 flugvélar,
napalm né eiturgas.
„Mannúðarátak“
Lionel A. Rosenblatt er fyrrverandi starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Saigon
en nú „samræmingarstjóri flóttamannahjálpar" hjá KEG í Thailandi. Hann
hefur þetta að segja:
Ég tel að það sem við erum að gera sé rökrétt framhald af stríði okkar í
Víetnam. Eg held að Bandaríkjamenn ættu að minnast þeirrar ábyrgðar
sem þeir bera í þessum heimshluta, jafnvel þótt við séum ekki eins öruggir
í sessi og við vorum meðan við höfðum hér hálfa milljón hermanna. Eina
vandamál Bandaríkjamanna í þessum löndum er það að flestir landar
okkar heima virðast alveg sinnulausir og fráhverfir hvers konar afskiptum
af málum hér. Við sem hér vinnum erum sum gamalreynd úr Indókína,
önnur ekki, en öll höfum við áhuga á að þessu mannúðarátaki(I) sé ekki
hætt og óttumst lífshættulega þróun(!) á þessu svæði. Gott og vel,
tíðarandinn er sá að gleyma Suðausturasíu, hún er talin tilheyra síðustu
tveimur áratugum. En við segjum að afskipta sé þörf, og það verður
stóraukin bandarísk íhlutun í Suðausturasíu á þessum áratug. Og nýja
línan er dregin hér, í Thailandi.
319