Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 66
Tímarit Máls og menningar Starf KEG er vissulega „rökrétt framhald“ Víetnamstríðsins. Það felst í því að stjórna birgðaflutningum frá Vesturlöndum, Bandaríkjunum og Efnahags- bandalagslöndunum, og sjá til þess að þær berist skjólstæðingunum frá síðustu stríðsátökum, „skæruliðunum" sem eiga sér griðland við landamærin. Einkum eru það Rauðu kmerarnir sem njóta góðs af, einhverjir athafnasömustu fjölda- morðingjar síðari tíma, sem jafnvel forseti Bandaríkjanna hefur lýst sem „heimsins verstu brotamönnum gegn mannréttindum“. Hið „rökrétta framhald" birtist i hnotskurn í ferli æðsta yfirmanns KEG, Michaels Eiland ofursta. Á árunum 1969—70 var Eiland majór og stjórnaði sérstökum njósnasveitum sem gengu undir dulnefninu Daniel Boone. Þessar sveitir sögðu fyrir um skotmörk í þeim óopinberu og ólöglegu loftárásum sem rufu hlutleysi Kambódiu og urðu upphaf margra ára stríðs, eyðingar og slátr- unar og bjuggu í haginn fyrir sigurgöngu Rauðra kmera síðar. Eiland ofursti hefur áður óbeint rétt Rauðu kmerunum hjálparhönd, nú gerir hann það aftur; að vísu hafa milljónir manna týnt lífi síðan síðast. Hin nýja stefna Bandaríkjastjórnar hefur mannúðina að yfirvarpi. Markmið hennar er, svo notuð séu orð dr. Kissingers, að „gera ótryggari“ stöðu Kampútsíu og þá ekki síður Víetnams. Æskileg áhrif eru talin þessi: 1. Efnahagslegt hrun og einangrun Víetnams svo að andi þess verði loksins yfirunninn og byltingunni snúið í þá öfugsnúnu forræðismynd sem nú blasir við. 2. Að neyða Víetnam til að verða háð aðstoð Sovétríkjanna. 3. Að sverta um leið í augum umheimsins áratuga baráttu og fórnir víet- nömsku þjóðarinnar til að gefa bandarískri íhlutun og notkun á Víetnam sem tilraunasvæði í útrýmingarhernaði sögulega réttlætingu. 4. Að ná fram hefndum fyrir ósigur og niðurlægingu um leið og undirbúinn er jarðvegur fýrir nýja íhlutun. 5. Að etja enn frekar saman Sovétmönnum og Kinverjum sem saka hver annan um „útþenslustefnu“ (orðið endurskoðunarstefna heyrist ekki lengur). Þetta er herkænskustefna Brzezinskis 1980 og það er enginn efi á því að Reagan mun fylgja henni líka. Hún nefnist að deila og drottna. Þáttaskil Indókínastríð Brzezinskis hófst með komu Abramowitz til Bangkok sumarið 1978. Skömmu síðar var mjög mikilvægu tækifæri til friðarsamninga endanlega hafnað. Haustið 1978 fór sendinefnd lækna og næringarfræðinga til Víetnams á vegum þingnefndar undir stjórn Edwards Kennedy öldungadeildarþingmanns. 320
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.