Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 68
Tímarit Máls og menningar
Þar sem hungursneyð vofði yfir var ekki um annað að ræða en að þjóðnýta
hrísgrjónasöluna í Suður-Víetnam, sem Cholon-Kínverjar höfðu ráðið yfir, en
það átti aftur sinn þátt í að hrinda af stað fyrstu flóttaskriðu „bátafólksins“
svonefnda. Samtímis magnaði Pol Pot árásir sínar á hrísgrjónasvæðin í „Páfa-
gauksnefinu" með hjálp kínverskra hernaðarráðgjafa, þannig að víetnömsk
landamæraþorp urðu fyrir næstum daglegum árásum. Víetnamar, sem áður
höfðu boðið Rauðu kmerunum vopnlaust landamærabelti undir alþjóðlegu
eftirliti, neyddust loksins til að „ráðast inn í“ grafarheima Pol Pots og um leið
bundu þeir endi á ógnarstjórnina sem þar ríkti. Víetnamar, þessi þjóð sem átti að
baki sögu hugrekkis og ómældra fórna, hafði ein allra þjóða verið fær um að
reka af höndum sér bæði nýlenduherra og risaveldi, sú þjóð varð allt í einu
útskúfuð á alþjóðavettvangi. Með vitund og samþykki Bandaríkjanna, þ. e. a. s.
Brzezinskis, ekki utanríkisráðherrans, Cyrus Vance, gerðu Kínverjar stórárás úr
norðri.
Nú í sumar hittust þeir fyrsta sinni Carter forseti og Hua Guofeng formaður
í Tókíó. Það var sannarlega „sögulegur fundur“ eins og starfsmenn þeirra
gumuðu af, því hér birtist ávöxtur hins undarlega bandalags, sem Nixon og
Kissinger stofnuðu til 1972, í því þögla samkomulagi að Bandaríkin mundu láta
Kínverjum vopn í té, og í eftirfarandi yfirlýsingu:
Bandaríkin og Alþýðulýðveldið Kína hafa orðið sammála í meginatriðum
um hernaðarmálefni, einkum að því er varðar. . . innrás Víetnama í
Kampútsíu með sovéskum stuðningi.
Bandaríkin hafa þannig hafnað þeirri tiltölulega varkáru stefnu sem Vance
utanríkisráðherra fylgdi áður en hann sagði af sér, að styðja hvorki Phnom
Penh-stjórnina né Rauðu kmerana. Þess í stað hefur afstaða Kínverja hlotið
afdráttarlausan stuðning, en hún er sú að sigrast á Víetnam með valdi eða
umsátri og koma Rauðu kmerunum aftur til valda í „lýðræðislegri“ Kampútsíu
með nýju og virðulegra yfirbragði, ef til vill innan „óháðrar“ samsteypustjórnar
ef Bandaríkjamenn kjósa það heldur. Bandaríkin og vestrænir bandamenn þeirra
eru farnir að leika sitt hlutverk með því að senda hinum „nýju“ Rauðu kmerum
aðstoð.
Þáttur hjálparstofnana
Þá komum við aftur að landamærum Thailands og Kampútsíu og þeim sem sjá
um framkvæmd amerískrar hliðar samkomulagsins. A nokkrum síðustu vikum
322