Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 69
Atinað Indðkínastríó Bandaríkjamanna
hefur ljóminn tekið að dvína kringum mannúðarstarfið á landamærunum. Þar
með er ekki sagt að alþjóðlegar stofnanir og sjálfboðaliðar hafi ekki bjargað
fjölda mannslífa í fýrra þegar fólk flýði af yfirráðasvæðum Rauðu kmeranna í
matarleit, né heldur er með þessu reynt að draga í efa góðan vilja margra
einstakra starfsmanna í hjálparstarfinu. Það eru reyndar þeir áhugasömustu í
hjálparsveitunum sem tala nú opinskátt og af sífellt meiri beiskju um hvernig
þeim sé teflt fram eins og peðum af sínum eigin yfirboðurum, af thailensku
herforingjastjórninni og af Ameríkönunum í Bangkok og á landamærunum.
Einn starfsmaður UNICEF var kallaður til New York og hótað brottrekstri
ef hann héldi áfram að tala opinberlega um slíka fjarstýringu og ekki síst bera lof
á hjálparstarf Víetnama í Kampútsíu sem hann hafði séð í framkvæmd.
Hjálparstofnanafólk eins og hann á bágt með að sætta sig við nýlega heim-
sendingu 8.600 manna úr thailensku búðunum. Allt þetta fólk kom frá Sa
Kaeo-búðunum inni í Thailandi sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
ræður að nafninu til, en Rauðu kmerarnir í raun. Rauðu kmerarnir í þessum
búðum hafa verið hvíldir og stríðaldir með vestrænni aðstoð. Starfsmaður
Sameinuðu þjóðanna sagði þegar hann sá fyrsta hópinn leggja af stað: „Þeir eru
tilbúnir að berjast... við erum að senda aftur heila herdeild. Þetta er eins og
stríðsyfirlýsing.“ Starfsmaður CARE, amerísku hjálparstofnunarinnar, sagði:
„Eftir örfáa mánuði fáum við sveltandi og dauðvona börn aftur á sýónvarps-
skerminn, afleiðingar styrjaldar sem þessar heimsendingar framlengja enda-
laust.“ Yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Zia Rizvi, reyndi
að fresta þessum fólksflutningum en Thailendingar settu honum stólinn fyrir
dyrnar. Eins og vænta mátti svöruðu Víetnamar þessari ögrun með árás sem
lokaði „landbrúnni“ við Nong Chan og hefur stöðvað, kannski aðeins um
skamman tíma, reglulega birgðaflutninga hjálparstofnananna til bækistöðva
Rauðu kmeranna eins og Phnom Malai og Ta Prik í suðri og Phnom Chat í
norðri. Sannarlega varð mín eigin ferð yfir landamærin til þess að færa
áþreifanlegar sönnur á það hvernig UNICEF og Rauði krossinn hafa komið
fótunum aftur undir Rauðu kmerana og hjálpað til við að byggja upp þann
30.000 manna liðsafla sem þeir ráða nú, þ. e. tvöfalda mátt þeirra síðan farið var
að fæða þá yfir landamærin.
Hjálparstofnanirnar geta ekki afsakað sig með því að þær hafi gert þetta í
góðri trú; hjálparsveitir Rauða krossins hafa uppfýllt þarfir Rauðu kmeranna
inni í Kampútsíu, í Ta Prik og Nong Pou, enda þótt fullvíst væri að þær eru
liðs- og birgðastöðvar til vígvallanna. Þegar við báðum um að fá að koma með
þeim þangað var því neitað, ekki mátti einu sinni gefa upp brottfarardag. Hvers
323