Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 71
Annað Indókínastríð Bandaríkjamanna
utanríkisráðuneytinu að til stæði að hefja alþjóðlega áróðursherferð til að
breiða út sögur um grimmdarverk Vietnama í Kampútsíu. Innan fárra
daga voru bandariskum blaðamönnum i Bangkok og Singapore sýndar
viðeigandi „sögur eftir flóttamönnum'1, að öllum líkindum skv. skipun
frá Hvíta húsinu, og dr. Brzezinski rakti sjálfur fyrir virtum erlendum
Washingtonfréttamanni innihald „nýjustu CIA-skýrslna“ i hádegis-
verðarboði.
Sögur fóru að birtast i bandariskum blöðum um að þessi „nýjasta CIA-
skýrsla“ segði frá því að Víetnamar brenndu uppskeru, legðu jarðsprengjur í
hrísgrjónaakra, stælu mat og hindruðu jafnvel sáningu og að Sovétrikin kæmu
lika í veg fyrir matardreifingu. Ritstjórnargreinarnar básúnuðu orðið „þjóðar-
morð“ og frjálslyndir dálkahöfundar bættu fyrir syndir sínar meðan striðið stóð
og prentuðu stundum orðrétt það sem skrifstofa Brzezinskis rétti að þeim. Það
var eins og tíminn hefði snúist tuttugu ár til baka og Pentagonskjölin1 hefðu
aldrei komið fyrir almennings sjónir. Auðvitað var CIA-skýrslan tómur tilbún-
ingur. Það var alls engin skýrsla, einungis tilbúinn, yfirvegaður áróður.
Höfundar hennar stungu undir stól raunverulegri CIA-skýrslu, byggðri á ræki-
legri könnun. Höfundur hennar sagði nýlega frammi fyrir opinberri rann-
sóknarnefnd um Vietnam: „Þeir rangtúlkuðu allt sem ég skrifaði.“
Skömmu eftir að þessi „skýrsla“ var afhent fjölmiðlum bað tiltekinn vest-
rænn utanríkisráðherra mig um að segja sér niðurstöður þess sem ég hafði séð i
Kampútsiu. Eg sagði honum að eina umtalsverða hjálpin sem ég og samstarfs-
hópur minn frá ATV-sjónvarpsstöðinni hefði séð væri sú sem kæmi frá Víet-
nam, að við hefðum fylgt óhervæddri birgðalest sem hélt yfir „landbrúna“ frá
Saigon til viðtakenda meðal Kmeraþjóðarinnar, að einu læknarnir sem við
hefðum séð hefðu verið víetnamskir og að hver einasti Kmeri sem við hefðum
talað við hefði sagt augljósan sannleika, að Vietnamar hefðu bjargað lifi þeirra.
,Já, ég veit það,“ sagði hann. „En hafið þér séð CIA-skýrsluna?“ spurði ég.
,Já“, sagði hann, „bandaríska utanríkisráðuneytið sagði okkur að taka ekki
mark á henni, að hún væri bara handa fjölmiðlum.“
Allar sögur um birgðir sem hafi „misfarist“ og „grimmd Vietnama" hafa
verið bornar til baka af öllum blaðamönnum sem komið hafa til Kampútsiu, þar
með taldir þeir sem eru fjandsamlegir Víetnömum, og af öllum starfsmönnum
hjálparstofnana. Dominic Dufour, yfirmaður starfs Rauða krossins i Phnom
1 Leyniskjölin sem komust til fjölmiðla þar sem stríðsglæpir Bandarikjamanna voru afhjúpaðir.
325