Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 73
Annað Indókínastríð Bandaríkjamantia Jean-Michel Vinot, annar frönsku læknanna sem voru i fylgd með mér nú, sagði: Eg man að heil sjúkradeild af smábörnum dóu hér á einni viku, hér var ekkert. Nú eiga þeir starfandi spítala og lyfjastofu sem er nokkuð vel búin. Alvarlegasta sjúkdómsdlfelli sem ég get fundið nú er barn með heila- himnubólgu, og hún er ekki í lífshættu. Þegar við vorum hér í fyrra taldist dr. Vinot svo til að áttatíu prósent kvennanna í Kompong Speu hefðu misst tíðahring sinn, beinlínis vegna þess álags sem lífið var undir stjórn sem reyndi að bræða saman langsóttan og afbakaðan maóisma og barbaríska þjóðrembu og fortíðarhyggju og gerði ekki aðeins fjölskylduna útlæga heldur um leið allar tilfinningar og tjáningu ástar og sorgar. Nú var yfirfull fæðingardeild á spítalanum. „Þessi breyting er ótrúleg,“ sagði dr. Vinot. Ian Hopwood hjá UNICEF hefur reiknað út að 912.000 börn séu nú í skólum i allri Kampútsíu. „Margir hinna 19.000 kennara hafa aldrei kennt áður,“ segir hann, „en rikisstjórnin hefur tekið upp tveggja mánaða skyndinámskeið, og það virðist hafa tekist furðu vel.“ I ágúst í fyrra fann Jim Howard fimmtíu veik og langsoltin börn í húsi í Phnom Penh sem hafði verið breytt í svínastíu. A tíu mánuðum hefur þessu húsi verið breytt í stærsta barnaskóla landsins, með skrifborðum, pappír, blýjöntum, leikföngum, fótboltum o. s. frv. fyrir erlent, einkum breskt söfnunarfé. Þegar við komum til Phnom Penh í fyrrasumar stóð borgin nánast eins og hún hafði verið skilin eftir, ruslahaugar þar sem lítil munaðarlaus börn reyndu að draga fram lífið. A einhvern undarlegan hátt fann maður fyrir viðurvist dauðans í þessari röku kyrrð; þetta hafði verið borg meira en tveggja milljóna manna og öllum hafði þeim verið skipað frammi fyrir byssuhlaupum að þramma til sveita og ef til vill hafði helmingur þeirra nú týnt lífi. Nú eru íbúar Phnom Penh rúmt hundrað þúsund. Þar er lífleg umferð, verslanir, veitingastaðir, brúðkaup, tvö hávaðasöm markaðstorg, rafmagn, vatn, vefnaðarverksmiðja, lyfjaverksmiðja, pagóður enduropnaðar, símar, tvær strædsvagnaleiðir, jasshljómsveit, knattspyrnulið og gjaldmiðill. Enda þótt við sæjum engin merki þeirra hungursneyðar sem blasti við í fyrrasumar, sem landsmenn minnast nú sem „hinna miklu dauðamánaða“, sáum við merki ískyggilegrar vannæringar á börnum. Á járnbrautarstöðinni í Battambang sópuðu grindhoruð börn vagnana innan með höndunum og fengu hrísgrjónaútsæði að launum. Þau hafa lifað af og þau geisla af orku sem virðist 327
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.