Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 85
Bara Una hin góða Það gat Una ómögulega skilið. — Jú sjáðu til, sagði yfirmaður allrar heilsugæslu. Þú hefur fundið upp aðferð til að fá sjúklingana til að horfast í augu við stöðu sína og þarmeð að sætta sig við dauðann. Þeir sjá réttilega að þeir eru ekki neitt neitt lengur og láta þá undan eðlilegum ágangi tímans og deyja sælir. Frammað þessu hafa 82% allra sjúklinga dáið óánægðir, aðeins misjafn- lega fullir gremju og mótþróa. Ef hægt væri að þróa aðferð þína og sérmennta nógu marga í henni, mætti lækka þessa tölu niðurí svosem einsog 5 — 10%. Það væri mikill sigur. Hitt væri þó enn meira um vert ef hægt væri að gera aðferð þína að samfélagslegri reglu öllum Borgarbúum til heilla. Hér þurfti yfirmaður allrar heilsugæslu að hella sér vatni í glas áðuren hann hélt áfram af yfirvegaðri sannfæringu hins reynda hugsjónamanns: — Hvað stendur Borginni okkar helst fyrir þrifum? Óánægja, gremja og mótþrói einstaklinga með brenglaða sjálfsmynd, fólks sem hefur allt á hornum sér af því það heldur að það sé eitthvað miklu meira en það er, fólks sem krefst alls af Borginni okkar en vill ekkert láta í staðinn, síst af öllu ánægju sína og þakklæti. Hingaðtil hafa yfirvöldin, studd af hinum skilningsríka meirihluta, brugðist við þessu fólki á hæpinn hátt með hæpnum aðferðum, semsé festu og áræðni, jafnvel hörku þegar þess hefur verið talin þörf. Árangurinn hefur oftast verið lítill, stundum gagnstæður við það sem ætlast var til. Þeir óánægðu eru nú fleiri og óánægðari en nokkru sinni fyrr. Borgin okkar er í hættu. Þú ein getur bjargað henni. — Eg? sagði Una heldur en ekki undrandi. — Þú. Eða réttara sagt gæskurík aðferð þín sem við höfum ekki ennþá getað rannsakað til fulls. Þessvegna biðjum við þig lengstra orða að hætta ekki strax. — Er gæska mín þá afl til að . . . — Til að gera fólk að betra fólki, flýtti yfirlæknirinn sér að grípa frammí. Sá einn er á réttri leið sem gerir sér grein fyrir því hvað hann er og sættir sig við það. — Öll erum við ósköp lítil, sagði yfirmaður allrar heilsugæslu. Aðeins saman í sátt og eindrægni getum við verið stór. Þrátt fyrir þessi sterku rök sem Una treysti sér ekki til að mæla gegn, 339
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.