Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 95
Gúanóskáld og önnur skáld
Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn,
og ryðgað liggur bárujárn við veginn.
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin.
Það er kyrrð yfir myndinni, fjörðurinn er lygn, allt er í ró nema fuglinn sem
finnur ekki æti. Svo verður kyrrðin dýpri, lífvana: „Meðan þung vaka fjöll yfir
hafi, í þögn stendur verksmiðjan ein.“ Og af hverju? „Ekkert okkar snýr aftur
heim.“ Það er ekkert fólk lengur í þessu þorpi:
Þvi að allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra.
Bátar fúna og rotna við naust.
Hann nam það vart með öðru en hherra.
Dauðadóm sinn kvað hann upp og glotti,
og þorpsbúa hann hafði að háði og spotti.
„Síldin farin, fer ég líka
suður á bankanna var!“
Svipmyndin í fyrsta erindinu er nú búin að fá bakgrunn, við vitum hvað veldur
kyrrðinni. Það er grafarkyrrð. Eins og til áréttingar endurtekur höfundur fyrsta
erindið þegar skýringin er fengin:
Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
og ryðgað liggur bárujárn við veginn.
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin.
Tilgangur Tolla með texta sínum er annar en Jóns úr Vör með upphafsljóðinu.
Jón er að bregða upp fallegri mynd af kyrrðinni um lágnættið, Tolli er að sýna
hvílíkt ofurvald einn maður getur haft á litlum stað, hann getur reist þorp og
hann getur lagt það í eyði. Tolli vill að fólkið sem hann yrkir fyrir velti málinu
fyrir sér, hann er að yrkja tilgangskvæði til að nota í sínum hóp. Auðvitað er Jón
úr Vör líka að yrkja tilgangskvæði, hann vill að fagurkerar njóti þess. Tolli vill
að sínir áheyrendur vakni og geri eitthvað. Best væri auðvitað að allir nytu
349