Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 96
Tímarit Máls og menningar
beggja textanna í samræmi við tilgang þeirra en það er augljóst að höfundar
beina ekki máli sínu að sama fólki — annar talar við okkur, hinn við hina.
Þorpskvæðið eftir Tolla gefur góða hugmynd um veruleikaskynjun gúanó-
skálda. Andstæður eru þar jafnan einfaldar og skýrar. I heimi gúanósins eru bara
tveir menn, arðræningi og verkamaður, sem sífellt eru bornir saman og milli
þeirra stendur eilíft stríð. Við vel flest sem hér erum saman komin erum ekki til
þar. Andstæður arðránsins skipta einar máli fyrir fólkið sem segir í þessum
textum frá kúgun sinni og böli vinnunnar. Við sjáum á einni mynd krepptan
öldung kasta fisknum upp á færiband, á þeirri næstu gælir demantskreytt hönd
við ljúffenga sjávarrétti. Andlit útgerðarmannsins geislar af vellíðan en áhöfn-
inni á Rosanum er svo lýst:
I svita slori og áfengi
við filum okkur best,
áhöfnin á Rosanum
sem aldrei edrú sést.
Þeir gangast upp í karlmennskuímynd sjómannslífsins þangað til áheyrendum
er fullljóst hvað sú ímynd er fáránleg, og í kvæðislok eru þeir eins og lömb í
höndum eigenda síns:
Nú! Er löggan kom og sótti okkur
um miðjan næsta dag,
við lágum allir steindauðir
við úldið grútarkar.
I járnum vorum sendir suður
svona einn og einn.
Stungið inn á níuna,
það þótti heldur seint.
En kallinn oss með símtali
fékk strax leysta út.
Það kemur fyrir bestu menn
að missa túr og túr!
Útgerðarmaðurinn lifir í lúxushúsi með antíkmublum og dýrum málverkum og
ræður öllu í þorpinu við sjóinn, „verkalýð og borgurum, bankastjóra, skítseyð-
um, frystihúsi og togurum," en þó „veinar hann á landsfundum og slefar stíft í
350