Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 101
,,Á mjóum fótleggjum sínum . ..“
endranær í styrjöldinni og þessvegna breytist skáldskapurinn jafn mikið og raun
ber vitni. Skáldin verða að túlka nýjan tíma og nýjan anda á nýjan hátt.
Ljóðabækur þessara skálda komu yfirleitt út í fremur litlu upplagi og eru
flestar fyrir löngu uppseldar og jafnvel eru þær lítt aðgengilegar á bókasöfnum.
Það getur því oft verið býsna erfitt að komast í þessa texta. Þessvegna er mjög
ánægjulegt að bókaútgáfan Iðunn hefur hafið útgáfu ljóðasafna skálda af þessari
kynslóð og vonandi verður framhald þeirrar útgáfu. Þegar eru komin út
Kvæðasafn Hannesar Péturssonar og Ljóð Stefáns Harðar Grimssonar sem hér
skulu tekin til umræðu.
Fyrsta ljóðabók Stefáns Harðar, Glugginn snýr ínorður, kom út 1946. Bókin er
að mörgu leyti dæmigert byrjandaverk undir sterkum áhrifum þess skáldskapar
sem hæst bar á árunum fyrir útkomu bókarinnar. Ljóðform, tjáningarmáti og
hugmyndaheimur þorra ljóðanna er hefðbundinn og í fullu samræmi við
ríkjandi hefð í ljóðagerð á árunum milli styrjaldanna. Sem dæmi um þetta má
taka brot úr ljóðinu Gamall sjómaður\
Sérðu hvar hann Gvendur gengur
grár og boginn eins og kengur?
Forðum þótti hann fríður drengur,
fátt ber slíku vitni meir.
Frá gleði sinni og guði snúinn
— glötuð barnatrúin —
löngu orðinn fótafúinn,
fatlaður og lúinn.
Fyrrum hann til fiskjar reri
fengsæll þótti í hverju veri,
aldrei þó að efnum greri.
Auði safna fái þeir
sem til fanga á æginn ýta,
— eigin kröftum slíta.
Aðrir meira brenna og bíta,
betri kjörum hlíta.
— — — (bls. 9.)’
Það má víða greina í þessari bók að skáldið hefur gott auga fyrir myndum og
hæftleika til að notfæra sér þær í ljóðagerð sinni:
* Blaðsíðutöl og tilvitnanir i ljóð eru úr S. H. G: Ljóð, Iðunn 1979.
355