Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 102
TÍWdrit Miih ug menningar
Ur bcrki trés mcr telgdu hir,
min trvgga þrá,
mcð stöngli blóms þú bvrfting ncgl
og farmannsflik
mcr fá úr trefjum blaðs.
O, bærðu gola barkarsegl
á blárri vik,
og þjót mitt far um þöglan sjá
til þcssa iands.
(Söngur, bls. 8)
Yrkisefni í Glugginn s/iýr ínorður eru margvisleg. Astin skipar þar mikið rúm
eins og eðlilegt er í fyrstu bók ungs manns. Að sjálfsögðu nálgast höfundurinn
efnið á ýmsa vegu en flest eiga ljóðin það sameiginlegt að vera æði tregablandin:
I höl! míns vndis um hvítfáðar rúður
hið himneska dagsljós skcin
cr léttklædd um sali, min ljúta brúður.
þú lciðst svo engilhrein.
O, hvita dis minnar djásnprýddu hallar.
meö dýrlegt sinni og glatt,
þú brást mér eitt kvöld. þið brjótið vist allar,
þcr breyskri á dyr ég hratt.
— — — (Manvisur. bls. 31)
Bein þjóðfélagsádeila og baráttubrýning er einn veigamesti efnisþáttur
bókarinnar. Skáldið fordæmir strið og kúgun og predikar frið og frelsi. Samúð
skáldsins er öll með hinum fáu fátæku og smáu og hann brýnir þá til dáða.
(Vorsáning 14, Sköp 19, Gangan 43, Stígandi Kotkelsson 34. Reyndar hefur skáldið
fellt burr í endurskoðuðu útgáfunni allra predikanakenndustu baráttukvæðin).
Dauðinn leitar mjög á hug skáldsins og koma oft fyrir í bókinni hugleiðingar
um gröf og dauða. (Náttljóð 13, Grafatijóð 16, Svipur hússins 25).
I nokkrum ljóðum bókarinnar er blandað saman í ýmsum hlutföllum al-
mennri lífsspeki, heimspekilegum vangaveltum og tjáningu persónulegrar
reynslu (Söngur 8, Draumurinn 44), stundum með ívafi náttúrulýsingar (Kvceð't
37, Draugasker 17).
Þrátt fyrir að flest sé býsna hefðbundið i Glugginn snýr ínorður, er einnig að
finna þar ýmislegt sem vísar til seinni ljóðagerðar Stefáns Harðar. Ég hef áður
356