Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 103
.,/{ mjóum fóthggjum sínum . . ."
vikið að næmri myndskynjun sem síðar verður aðalsmerki ljóða hans, en hér er
einnig að finna nokkur ljóð þar sem tilraunir eru gerðar með frjálst ljóðform og
reyndur nýr tjáningarmáti. Þessi ljóð eru Stef 7, Nátt/jóð 13, Haustið kom á
gluggamt 29, I nóttinni 32. I þessum ljóðum er bein myndræn tjáning mun
veigameiri en i öðrum ljóðum, form þeirra er nokkurnveginn frjálst og hug-
myndaheimur þeirra er annarskonar en hinna hefðbundnu ljóða.
Þegar við nú lesum ljóðin í G/ugginn snýr í norðttr og berum þau saman við
það sem skást cr ort árin á undan útkomu hennar, þá kemur það í ljós að þau
standa fvllilega fyrir sínu. Hitt er svo annað mál að þau stinga mjög i stúf við
seinni ljóð Stefáns Harðar.
Það líða ekki nema fimm ár þangað til næsta bók Stefáns kemur út, Svart-
álfadans 1951. Þá hefur orðið gjörbylting á ljóðagerð hans. Svartálfadans er verk
fullþroska skálds sem hefur tileinkað sér nýtt og nútimalegt viðhorf til skáld-
skaparins og skapað sér sjálfstæðan stil og tjáningarmáta. Hann hefur náö fullu
valdi á tækni módernismans. Hugmyndaheimur og skáldskaparaðferð eru með
öllu leyst úr viðjum hins hefðbundna og öllum fyrirframgerðum reglum um
ljóðform hafnað. Horfið er frá episkum frásagnarmáta eldri ljóðlistar og tekin
upp myndræn tjáning þar sem myndin er miðlæg í gerð ljóðsins og með ýmsum
blæbrigðum hennar, visunum og grunkveikjum náð fram þeim áhrifum sem
skáldið vill kalla fram i huga lesarans.
I Svartálfadansi eru 23 ljóð sem öll eru ort i frjálsu formi. Að vtri gerð eru
ljóðin þrennskonar. I fyrsta lagi eru ljóð i tiltölulega föstum skorðum, með
meira og minna reglulega erindaskiptingu. Ijóðlínur eru stuttar og álika langar
og hrynjandi yfirleitt nokkuð regluleg. Þessi ljóð eru mjög knöpp, og textinn
samþjappaður og fáorður, en cinfaldur og oftast auðskilinn. Ljóð af þessari
tegund eru t. d. Þegar undir skörðum mána 47, Stríð 53, Vetrardagur 55, Sttrnar 67,
Kvöldvísur ttm sumarmál 68 og Van Gogh 70:
Guðhiminn litanna hvolfir
á sindrandi engi
og logar á blóði dags.
Einförum lit ég til suöurs
vin minn um glóandi starir
halda i eld og sól.
357